Erlent

Mannfall Bandaríkjanna í Írak nálgast þriðja þúsundið

Frá Bagdad
Frá Bagdad MYND/AP

Þrír bandarískir hermenn féllu í tveim sprengjuárásum, í Írak, í dag og er nú mannfall Bandaríkjanna í Írak nálgast nú þriðja þúsundið. Með þessu hafa tvöþúsund áttahundruð og níutíu hermenn fallið í landinu.

Mannfall annarra þjóða í hernámsliðinu er sýnu minna, en mannfall meðal Íraka aftur margfallt meira. Þótt Bandaríkjamenn vilji ekki viðurkenna það, er erfitt að líta á það öðruvísi en sem borgarastyrjöld þegar tvær ólíkar fylkingar í einhverju landi drepa hverjar aðra svo hundruðum skiptir, á hverjum einasta degi.

Sjía og súnní múslimar virðast hata hverjir aðra jafnvel meira en þeir hata innrásarliðið.

Upptalning á því sem gerist daglega í Írak, er skelfileg lesning. Fjöldamorð, mannrán, pyntingar og gripdeildir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×