Erlent

Það geisar borgarastríð í Írak -Kofi Annan

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna MYND/AP

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það geisi borgarastríð í Írak og að Írakar séu verr settir núna en þeir voru undir stjórn Saddams Hussein.

Í viðtali við BBC sjónvarpsstöðina, sem birt verður á morgun, segir Annan að átökin í Líbanon, og víðar hafi verið kölluð borgarastríð og ástandið í Írak sé miklu verra.

Framkvæmdastjórinn telur að hinn almenni íraski borgari hafi haft það betra undir stjórn Saddams Hussein. Víst hafi hann verið hrottalegur einræðisherra, en þeir hafi þó getað gengið um götur sínar. Þeir hafi getað farið út og sent börn sín í skóla án þess að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmu aftur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×