Erlent

Bush sammála Rumsfeld um slæmt gengi í Írak

Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi bandaríkjaforseta.
Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi bandaríkjaforseta. MYND/NATO

George Bush er sammála Donald Rumsfeld um að hlutirnir gangi hvorki nógu fljótt né vel, í Írak, að sögn þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Stephen Hadley sagði í samtali við ABC fréttastofuna að menn gerðu sér grein fyrir því að það yrði að breyta stefnunni í Írak og að því væri unnið.

Hadley sagði ennfremur að listi yfir mögulegar breytingar sem Rumsfeld gerði rétt áður en hann lét af embætti, verði hjálplegur í þessu sambandi. Rumsfeld lagði meðal annars til stórfellda fækkun bandarískra herstöðva í Írak og að meiri áhersla verði lögð á að þjálfa íraskar öryggissveitir.

Einnig að byrjað verði fljótlega að flytja bandaríska hermenn, smámsaman, burt frá Írak, til þess að ýta undir Íraka að leggja meira á sig í öryggismálum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×