Erlent

Flugeldaverksmiðja sprakk í loft upp í Bretlandi

Að minnsta kosti tveir slökkviliðsmenn hafa farist og bæði slökkviliðsmenn og óbreyttir borgarar hafa slasast í gríðarlegum sprengingum í flugeldaverksmiðju í bæn um Lewes, í Englandi. Tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Eldur kom upp í verksmiðjunni síðdegis og fljótlega hófust sprengingar, sem standa enn. Eldsúlur og svartur reykur stígur hátt til himins. Mikill fjöldi slökkviliðsmanna berst við eldinn, en ekki er talið óhætt að hleypa þeim of nálægt, vegna sprenginganna. Þeir einbeita sér því að því að verja nærliggjandi hús.

Ekki er ljóst hvað mikið af púðri og öðru sprengiefni er í verksmiðjunni, en það mun skipta einhverjum tugum tonna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×