Erlent

Filippseyjar í sárum

Fólk sem var flutt á brott vegna Dorians bíður hér við neyðarskýli eftir því að fá mat.
Fólk sem var flutt á brott vegna Dorians bíður hér við neyðarskýli eftir því að fá mat. MYND/AP

Spænskt lækna- og björgunarlið sögðu í dag ólíklegt að einhver myndi finnast á lífi fjórum dögum eftir að fellibylur sem gekk á land á Filippseyjum olli aurskriðum. Aurskriðurnar umkringdu og eyddu heilu þorpunum og sagði björgunarmaður sem var þar að störfum að leitarhundar fyndu eingöngu lík.

Embættismaður Rauða krossins áætlaði að um 1.000 hafi látið lífið í hamförunum en skráð dauðsföll vegna hans eru nú komin í 406 og eru um 400 í viðbót týndir. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst yfir órólegu ástandi til þess að auðvelda fjármögnun á björgunar- og hjálparstarfi.

Fellibylurinn, sem gengur undir nafninu Dorian, er fjórði stóri stormurinn sem kemur til Filippseyja á síðustu fjórum mánuðunum en hann er á leið sinni til Víetnam og er búist við honum þangað í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×