Erlent

Yfirheyra lykilvitni í njósnaramorði

Breskir og rússneskir lögreglumenn eru farnir að yfirheyra lykilvitni í morðinu á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko, að sögn rússneskra fjölmiðla.

Rússneski kaupsýslumaðurinn Andrei Lugovoy hitti Litvinenko á hóteli í Lundúnum, daginn sem hann veiktist af pólon tíu geislaeitrun. Lugovoy er sjálfur á sjúkrahúsi, í Rússlandi, þar sem verið er að kanna hvort hann sé sjálfur geislavirkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×