Erlent

Aðlagist okkur eða farið annað -Ton y Blair

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. MYND/AP

Fólk sem vill setjast að í Bretlandi verður að semja sig að umburðarlyndum gildum þess, eða fara eitthvað annað, sagði Tony Blair, forsætisráðherra, í erindi sem hann flutti í dag.

Blair sagði að innflytjendur hefðu haft jákvæð áhrif á breskt efnahagslíf og menningu, og að gestrisni Lundúna við innflytjendur hefðu gert hana að einni vinsælustu höfuðborg í heimi.

Ein ástæðan væri umburðarlyndi og það yrði aðeins verndað með því að verja það. Forsætisráðherrann sagði að Bretar vildu ekki sjá hatursfulla öfgamenn, hver sem uppruni þeirra eða trúarbrögð væru.

Hann sagði ennfremur að innflytjendur yrðu að standast enskupróf og ekki kæmi til greina að setja nein trúarbragðalög í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×