Erlent

„Ég vinnaði þetta með glæsibrögum“

Kazaski fréttamaðurinn Borat.
Kazaski fréttamaðurinn Borat. MYND/AP

Kasakinn Borat fór með sigur af hólmi í máli sem tveir ungir Bandaríkjamenn höfðuðu gegn honum fyrir að hafa þá með í kvikmyndinni um ferðalag sitt um Ameríku.

Bandaríkjamennirnir sögðu að þeir hefðu verið blekktir,og aldrei sagt að þeir yrðu í kvikmynd. Þeir sögðu að þeir hefðu verið hafðir að fíflum og kröfðust þess að atriðið með þeim yrði klippt úr myndinni.

Dómari hafnaði þessari kröfu og verða piltarnir að sætta sig við að verða frægir að endemum um heiminn þveran og endilangan. Jafnvel í Kasakstan þar sem konurnar í búrunum munu væntanlega hlæja að þeim.

„Ég vinnaði þetta með glæsibrögum,“ er ekki haft eftir hinum knáa fréttamanni Borat, eftir dómsuppkvaðninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×