Erlent

Palestinsk börn gera uppreisn gegn fullorðnum

Palestinsk börn á Gaza ströndinni gerðu uppreisn í dag. Þau kveiktu í dekkjum og hótuðu grjótkasti, ef fullorðna fólkið hætti ekki að skapa glundroða á svæðinu. Hinn tólf ára gamli Saeed Salem sagði að þeir væru reiðir yfir bræðrunum þremur sem voru myrtir í gær, og þreyttir á öryggisleysinu sem hefur eyðilagt líf þeirra.

Vinur hans, Ahmed, með sótsvartar hendur eftir að hafa rúllað dekkjum eftir götunni, sagði að hinir fullorðnu væru uppteknir af eigin deilum og hefðu yfirgefið börnin. "Við höfum enga skemmtigarða til þess að leika okkur í, og enga íþróttaklúbba. Leyfið þið okkur að mista kosti að lifa í friði," sagði hann.

Drengirnir þrír sem voru myrtir í gær voru á aldrinum sex til níu ára. Faðir þeirra er hátt settur í öryggissveitum Fatah samtakanna og ásakar útsendara Hamas um að hafa myrt syni sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×