Erlent

Interpol kemur að rannsókn á morði KGB njósnarans

Alexander Litvinenko, skömmu fyrir lát sitt.
Alexander Litvinenko, skömmu fyrir lát sitt. MYND/AP

Alþjóðalögreglan Interpol hefur verið beðin um aðstoð við rannsókn á morðinu á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko, sem lést úr geislaeitrun í Lundúnum í síðasta mánuði. Talsmaður skrifstofu Interpol í Rússlandi, segir að þeir hafi verið beðnir um að samræma upplýsingaflæði milli Bretlands, Rússlands og Þýskaland, en öll þessi lönd eru að rannsaka morðið.

Þjóðverja grunar að rússneski kaupsýslumaðurinn Dmitri Kovtun hafi átt aðild að dauða Litvinenko. Kovtun gisti í íbúð í Hamborg áður en hann fór til Lundúna, þar sem hann hitti Litvinenko daginn sem hann veiktist.

Þýska lögreglan fann geislun af Pólon 210 í íbúðinni, en það var geislaefnið sem notað var til þess að myrða rússneska njósnarann, fyrrverandi. Fyrrverandi eiginkona Kovtuns, og tvö börn hans, búa í íbúðinni í Hamborg.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×