Ríkisendurskoðandi rannsaki rekstur Byrgisins 12. desember 2006 18:30 Félagsmálaráðuneytið hefur farið fram á það við Ríkisendurskoðanda að hann taki til skoðunar rekstur meðferðarheimilisins Byrgisins. Háttsettir aðilar í þjóðfélaginu, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, hafa fengið nafnlaust bréf með alvarlegum ásökunum á hendur forstöðumanni Byrgisins. Í bréfinu lýsir einstaklingur sem kallar sig Lot hvernig fénu sem Byrgið fær úr ríkissjóði er sólundað. Það var sent til háttsettra manna í samfélaginu, meðal annars til alþingismanna og ráðherra í lok október. Bréfritari segir sig knúinn til að skrifa bréfið og upplýsa þannig um hina miklu spillingu og óreiðu sem fram fari í Byrginu. Síðan koma langar lýsingar á því sem bréfritari telur styðja þessar ásakanir. Um þátt Guðmunds Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins segir orðrétt: Það sem ríkið styrkir Byrgið um, mánaðarlega fer beint í hanns vasa og lítið fer til rektsturs Byrgisins. Fénu er sólundað.Að lokum segist bréfritari treysta því að viðtakandi geri eitthvað í málinu. Félagsmálaráðherra hefur nú beðið Ríkisendurskoðanda um að skoða rekstur Byrgisins. Frá árinu 1999 hefur ríkissjóður veitt Byrginu fjárstuðning og í ár nam styrkurinn rúmum 28 milljónum króna auk þess sem rikissjóður greiðir húsaleigu fyrir Byrgið að fjárhæð 9 milljónir. Því má gera ráð fyrir því að á þessum árum hafi ríkið styrkt Byrgið um hátt í 200 milljónir króna. Í bréfi félagsmálaráðherra til ríkisendurskoðanda sem fréttastofa hefur nú undir höndum kemur fram að ástæðan fyrir beiðni sinni sé sú að gert hafi verið ráð fyrir slíkri endurskoðun næsta vor og að alþingismenn hafi ítrekað sýnt því áhuga hvernig fjárstuðningi ríkisins er varið af hálfu Byrgisins. Fyrirmyndin að dulnefni bréfritarans er biblíupersónan Lot sem var bróðursonur Abrahams. Hann var leiddur af englum út úr Sódómu rétt áður en borginni var eytt vegna lastafulls lífernis íbúanna. Kona Lots varð að saltstólpa er hún leit til baka í átt til borgarinnar á flóttanum.Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins vísar ásökunum bréfritara alfarið á bug og segir skoðun Ríkisendurskoðunar vera eðlilega. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur farið fram á það við Ríkisendurskoðanda að hann taki til skoðunar rekstur meðferðarheimilisins Byrgisins. Háttsettir aðilar í þjóðfélaginu, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, hafa fengið nafnlaust bréf með alvarlegum ásökunum á hendur forstöðumanni Byrgisins. Í bréfinu lýsir einstaklingur sem kallar sig Lot hvernig fénu sem Byrgið fær úr ríkissjóði er sólundað. Það var sent til háttsettra manna í samfélaginu, meðal annars til alþingismanna og ráðherra í lok október. Bréfritari segir sig knúinn til að skrifa bréfið og upplýsa þannig um hina miklu spillingu og óreiðu sem fram fari í Byrginu. Síðan koma langar lýsingar á því sem bréfritari telur styðja þessar ásakanir. Um þátt Guðmunds Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins segir orðrétt: Það sem ríkið styrkir Byrgið um, mánaðarlega fer beint í hanns vasa og lítið fer til rektsturs Byrgisins. Fénu er sólundað.Að lokum segist bréfritari treysta því að viðtakandi geri eitthvað í málinu. Félagsmálaráðherra hefur nú beðið Ríkisendurskoðanda um að skoða rekstur Byrgisins. Frá árinu 1999 hefur ríkissjóður veitt Byrginu fjárstuðning og í ár nam styrkurinn rúmum 28 milljónum króna auk þess sem rikissjóður greiðir húsaleigu fyrir Byrgið að fjárhæð 9 milljónir. Því má gera ráð fyrir því að á þessum árum hafi ríkið styrkt Byrgið um hátt í 200 milljónir króna. Í bréfi félagsmálaráðherra til ríkisendurskoðanda sem fréttastofa hefur nú undir höndum kemur fram að ástæðan fyrir beiðni sinni sé sú að gert hafi verið ráð fyrir slíkri endurskoðun næsta vor og að alþingismenn hafi ítrekað sýnt því áhuga hvernig fjárstuðningi ríkisins er varið af hálfu Byrgisins. Fyrirmyndin að dulnefni bréfritarans er biblíupersónan Lot sem var bróðursonur Abrahams. Hann var leiddur af englum út úr Sódómu rétt áður en borginni var eytt vegna lastafulls lífernis íbúanna. Kona Lots varð að saltstólpa er hún leit til baka í átt til borgarinnar á flóttanum.Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins vísar ásökunum bréfritara alfarið á bug og segir skoðun Ríkisendurskoðunar vera eðlilega.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira