Erlent

Góðar löggur

Níu af hverjum tíu kvörtunum um framferði breskra lögregluþjóna, sem bornar voru fram á síðasta ári voru tilefnislausar, að mati sjálfstæðrar rannsóknarnefndar sem fær slíkar kvartanir til meðferðar. Kvörtunum fjölgar þó sífellt, og eru lögregluþjónum þyrnir í augum.

Hin sjálfstæða rannsóknarnefnd var sett á fót árið 2004. Lögregluþjónar hafa kvartað yfir því að rannsóknarmenn virðist ganga út frá því að þeir séu sekir, þartil annað sannist. Það sé mikið álag fyrir þá og fjölskyldur þeirra.

Helstu kvartanir sem berast til nefndarinnar eru á þá leið að lögregluþjónarnir séu ekki nógu kurteisir og þolinmóðir. Talsmaður nefndarinnar segir að lögregluþjónar eigi ekki að amast við kvörtunum, heldur vera stoltir af því að fæstar þeirra skuli teknar til greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×