Erlent

Samkynhneigðir unnu sigur á færeyska lögþinginu

Frá hinum fögru Færeyjum.
Frá hinum fögru Færeyjum.

Færeyska lögþingið hefur samþykkt, með 17 atkvæðum gegn 13, að samkynhneigðir skuli njóta lagaverndar gegn háði og ofsóknum. Samskonar frumvarp var fellt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta ári.

Færeyingar hlutu bágt fyrir þá afgreiðslu og málið var meðal annars tekið upp á síðasta þingi Norðurlandaráðs, þar sem færeysku fulltrúarnir sögðu að Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði móðgað færeysku þjóðina með málflutningi sínum.

Nú virðist allavega kominn meirihluti á lögþinginu fyrir því að vernda samkynhneigða. Fastlega er búist við að málið verði endanlega afgreitt við þriðju umræðu, í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×