Erlent

Saka Frakka um ódæðisverk í Rúanda

Fórnarlömb morðanna í Rúanda.
Fórnarlömb morðanna í Rúanda. MYND/AP

Stjórnvöld í Rúanda hafa sakað franska hermenn um nauðganir og pyntingar í þjóðarmorðinu sem þar var framið árið 1994. Þau fullyrða einnig að Frakkar hafi þjálfað stjórnarherinn og lagt honum til stórskotalið. Frakkar segja hermenn sína ekkert rangt hafa gert.

Ásakanirnar frá Rúanda koma mánuði eftir að franskur dómari gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur mörgum helstu stuðningsmönnum Pauls Kagame, forseta, fyrir að hafa skipulagt þjóðarmorðið. Samkvæmt frönskum lögum er ekki hægt að gefa út handtökuskipun á hendur þjóðhöfðingja annars ríkis, en dómarinn lagði til að Paul Kagame yrði leiddur fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna.

Kagame brást ókvæða við, sleit stjórnmálasambandi við Frakkland og efndi til fjöldamótmæla. Síðan hafa einnig dunið ásakanir á hendur Frökkum um að bera ábyrgð á morðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×