Leynd aflétt af svartri skýrslu um Byrgið 18. desember 2006 19:24 Svört skýrsla um fjármál og rekstur Byrgisins sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið fyrir fimm árum, hefur aldrei komið formlega fyrir sjónir fjárlaganefndar Alþingis. Birkir Jón Jónsson, núverandi formaður nefndarinnar, kom þó að skýrslugerðinni á sínum tíma, þá sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Ríkisendurskoðun rannsakar nú fjármál Byrgisins á ný, að beiðni félagsmálaráðherra, en hvorki ráðuneytið, ríkisendurskoðun né fréttastofa Stöðvar tvö hafa fundið stjórn Byrgisins. Vitnað var til skýrslunnar í Kompási í gær, sem unnin var fyrir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, eftir að vinnuhópur þriggja ráðuneyta ákvað að ástæða væri til að skoða starfsemina sérstaklega. Einn fulltrúanna var Birkir Jón Jónsson, þá aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, en nú formaður fjárlaganefndar. Í skýrslunni eru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þar má til að mynda finna eftirfarandi klausu: „ Útprentanir úr bókhaldi ná ekki yfir rétt tímabil,; styrkir eru ekki færðir; sparisjóðsbók er í mínus; og mörk milli persónulegs kostnaðar og kostnaðar meðferðarheimilisins óskýr". Og áfram: „ Fjármálstjórn Byrgisins er augljóslega í molum". Skýrsluhöfundur, Aðalsteinn Sigfússon, sálfræðingur, félagsmálastjóri í Kópavogi, vildi í janúar 2002, gefa Byrginu átta mánuði til að lagfæra það sem að var. Hann hefur hins vegar tjáð fréttastofu að enginn hafi haft samband við hann vegna málsins, hvorki til að fá nánari útskýringar eða til þess að athuga hvort viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar. Fréttastofa náði tali af Ólafi Erni Haraldssyni, þáverandi formanni fjárlaganefndar, sem ekki kannaðist við að skýrslan hafi nokkru sinni komið inn á borð nefndarinnar. Skrifstofa Alþingis staðfestir þetta. Skýrslan var á sínum tíma rædd í ríkisstjórn og barst inn í félagsmálaráðuneyti strax árið 2002. Hún var hins vegar stimpluð sem trúnaðarmál af utanríkisráðuneytinu, þar til í dag, að leyndinni var aflétt. Byrgið heldur áfram að fá opinber fjárframlög og hefur fengið samtals yfir 200 milljónir króna frá 1999. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007. Ekki náðist í Birki Jón Jónsson, fyrrverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sem kom að málinu á sínum tíma, var einn þriggja í vinnuhópi sem bað um skýrsluna og aftur nú á dögunum sem formaður fjárlaganefndar Alþingis. Umfjöllun Kompáss í gær um Byrgið er ekki næg ástæða til sérstakrar rannsóknar segir sýslumaðurinn á Selfossi. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir engar kvartanir eða kærur hafa borist og því sé ekki sjáanlegur grundvöllur til rannsóknar enda vísi Guðmundur í Byrginu öllum ásökunum á bug. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Svört skýrsla um fjármál og rekstur Byrgisins sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið fyrir fimm árum, hefur aldrei komið formlega fyrir sjónir fjárlaganefndar Alþingis. Birkir Jón Jónsson, núverandi formaður nefndarinnar, kom þó að skýrslugerðinni á sínum tíma, þá sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Ríkisendurskoðun rannsakar nú fjármál Byrgisins á ný, að beiðni félagsmálaráðherra, en hvorki ráðuneytið, ríkisendurskoðun né fréttastofa Stöðvar tvö hafa fundið stjórn Byrgisins. Vitnað var til skýrslunnar í Kompási í gær, sem unnin var fyrir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, eftir að vinnuhópur þriggja ráðuneyta ákvað að ástæða væri til að skoða starfsemina sérstaklega. Einn fulltrúanna var Birkir Jón Jónsson, þá aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, en nú formaður fjárlaganefndar. Í skýrslunni eru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þar má til að mynda finna eftirfarandi klausu: „ Útprentanir úr bókhaldi ná ekki yfir rétt tímabil,; styrkir eru ekki færðir; sparisjóðsbók er í mínus; og mörk milli persónulegs kostnaðar og kostnaðar meðferðarheimilisins óskýr". Og áfram: „ Fjármálstjórn Byrgisins er augljóslega í molum". Skýrsluhöfundur, Aðalsteinn Sigfússon, sálfræðingur, félagsmálastjóri í Kópavogi, vildi í janúar 2002, gefa Byrginu átta mánuði til að lagfæra það sem að var. Hann hefur hins vegar tjáð fréttastofu að enginn hafi haft samband við hann vegna málsins, hvorki til að fá nánari útskýringar eða til þess að athuga hvort viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar. Fréttastofa náði tali af Ólafi Erni Haraldssyni, þáverandi formanni fjárlaganefndar, sem ekki kannaðist við að skýrslan hafi nokkru sinni komið inn á borð nefndarinnar. Skrifstofa Alþingis staðfestir þetta. Skýrslan var á sínum tíma rædd í ríkisstjórn og barst inn í félagsmálaráðuneyti strax árið 2002. Hún var hins vegar stimpluð sem trúnaðarmál af utanríkisráðuneytinu, þar til í dag, að leyndinni var aflétt. Byrgið heldur áfram að fá opinber fjárframlög og hefur fengið samtals yfir 200 milljónir króna frá 1999. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007. Ekki náðist í Birki Jón Jónsson, fyrrverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sem kom að málinu á sínum tíma, var einn þriggja í vinnuhópi sem bað um skýrsluna og aftur nú á dögunum sem formaður fjárlaganefndar Alþingis. Umfjöllun Kompáss í gær um Byrgið er ekki næg ástæða til sérstakrar rannsóknar segir sýslumaðurinn á Selfossi. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir engar kvartanir eða kærur hafa borist og því sé ekki sjáanlegur grundvöllur til rannsóknar enda vísi Guðmundur í Byrginu öllum ásökunum á bug.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira