Spámaðurinn hafði loks rangt fyrir sér 16. maí 2006 08:00 Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fagnar hér sigri Cleveland í nótt, en hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki í liðinu í úrslitakeppninni NordicPhotos/GettyImages LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Rasheed Wallace, leikmaður Detroit hefur gert nokkuð af því í úrslitakeppninni á síðustu árum að lofa sigrum fyrirfram hjá Detroit-liðinu og hann slengdi fram einni slíkri spá fyrir fjórða leik liðanna í gærkvöld. Spádómurinn var allt sem liðsmenn Cleveland þurftu, því þeir jöfnuðu metin í 2-2 í einvíginu með miklum baráttusigri á heimavelli sínum. "Það voru allir búnir að afskrifa okkur áður en þetta einvígi hófst, ekki bara Rasheed Wallace, heldur líka fólk í okkar eigin nágrenni. Það kom þó ekki að sök - við þurfum enga frekari hvatningu," sagði LeBron James, sem skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í leiknum. Sjálfur spámaðurinn gat hinsvegar lítið haft sig í frammi stóran hluta úr leiknum eftir að hafa snúið sig á ökkla. Áhorfendur í Cleveland bauluðu hástöfum á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann í leiknum. "Ég hef ekki áhyggjur af þessum gaurum þó við höfum tapað í kvöld. Það er ekki möguleiki í veröldinni að þeir vinni okkur í einvígi, en þeir léku vel í kvöld - ég gef þeim það. Þeir þurftu líka að eiga sinn besta leik til að sigra okkur á meðan við vorum að hitta mjög illa," sagði Rasheed Wallace. Rip Hamilton skoraði 30 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 16 stig. Næsti leikur fer fram í Detroit, en öfugt við spádóma Rasheed Wallace, er nú ljóst að liðin þurfa að mætast á ný í Cleveland í sjötta leik. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Rasheed Wallace, leikmaður Detroit hefur gert nokkuð af því í úrslitakeppninni á síðustu árum að lofa sigrum fyrirfram hjá Detroit-liðinu og hann slengdi fram einni slíkri spá fyrir fjórða leik liðanna í gærkvöld. Spádómurinn var allt sem liðsmenn Cleveland þurftu, því þeir jöfnuðu metin í 2-2 í einvíginu með miklum baráttusigri á heimavelli sínum. "Það voru allir búnir að afskrifa okkur áður en þetta einvígi hófst, ekki bara Rasheed Wallace, heldur líka fólk í okkar eigin nágrenni. Það kom þó ekki að sök - við þurfum enga frekari hvatningu," sagði LeBron James, sem skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í leiknum. Sjálfur spámaðurinn gat hinsvegar lítið haft sig í frammi stóran hluta úr leiknum eftir að hafa snúið sig á ökkla. Áhorfendur í Cleveland bauluðu hástöfum á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann í leiknum. "Ég hef ekki áhyggjur af þessum gaurum þó við höfum tapað í kvöld. Það er ekki möguleiki í veröldinni að þeir vinni okkur í einvígi, en þeir léku vel í kvöld - ég gef þeim það. Þeir þurftu líka að eiga sinn besta leik til að sigra okkur á meðan við vorum að hitta mjög illa," sagði Rasheed Wallace. Rip Hamilton skoraði 30 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 16 stig. Næsti leikur fer fram í Detroit, en öfugt við spádóma Rasheed Wallace, er nú ljóst að liðin þurfa að mætast á ný í Cleveland í sjötta leik.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira