Enski boltinn

Tottenham að kaupa ungan miðjumann

Taarabt (nr. 33) faðmar hér fyrirliða Lens eftir að liðið lagði Sochaux í september
Taarabt (nr. 33) faðmar hér fyrirliða Lens eftir að liðið lagði Sochaux í september AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er nú sagt hafa gengið frá kaupum á 17 ára gömlum miðjumanni frá franska liðinu Lens. Þetta er Marokkómaðurinn Abel Taarabt sem verið hefur í akademíu franska liðsins síðan hann var uppgötvaður hjá Vallons, uppeldisfélagi Zinedine Zidane.

Taarabt hefur verið í Frakklandi síðan hann var 11 ára gamall og hefur aðeins fengið að spreyta sig með aðalliði Lens í vetur. Hann ku hafa orð á sér fyrir að vera ansi villtur á velli, en hæfileikar hans eru sagðir ótvíræðir. Ef formlega verður af kaupunum í janúar er talið að kaupverðið verði í kring um 3,5 milljónir evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×