Sport

Segir dómara leggja lið sitt í einelti

Paul Jewell var ekki sáttur við dómgæsluna í dag
Paul Jewell var ekki sáttur við dómgæsluna í dag NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell var ekki par ánægður með frammistöðu dómarans Alan Wiley eftir 2-2 jafnteflið við Everton í dag, en hann segir dómara í ensku úrvalsdeildinni allt of spjaldaglaða á sitt lið á meðan stóru liðin sleppi ítrekað með sömu brot.

"Ég var vonsvikinn með mistökin sem mínir menn gerðu í dag og gáfu Everton tvö mörk. Við brutum oft á okkur eins og kjánar og í eitt skiptið kostaði það okkur vítaspyrnu. Það er mjög erfitt að koma svona til baka eftir að hafa lent undir og því verðum við að fara að læra að hætta að gefa svona frá okkur auðveld mörk.

Hvað dómarann Alan Wiley varðar, virðist liðum eins og okkur alltaf vera gefið gult spjald eftir eitt brot á meðan stóru liðin fá að brjóta þrisvar sinnum af sér án þess að nokkuð sé að gert," sagði Jewell fúll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×