Erlent

Yfir 650 þúsund Írakar hafa fallið

MYND/AP

Yfir sexhundruð og fimmtíu þúsund Írakar hafa látið lífið af orsökum sem má rekja beint til stríðsins, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birt er í breska læknatímaritinu The Lancet.

Það eru meira en fimmhundruð manns hvern einasta dag síðan innrásin var gerð í Írak. Þetta eru mun hærri tölur en áður hafa sést.

Þetta þýðir að dánartíðni í Írak er tveimur og hálfu prósenti umfram það sem eðlillegt gæti talist á friðartímum. Yfirgnæfandi meirihluti hinna látnu hafa fallið fyrir byssukúlum eða sprengjum, eða rúmlega 600 þúsund.

Yfir 50 þúsund hafa látist af öðrum orsökum sem rekja má til stríðsins, svosem versnandi heilsufars þjóðarinnar og lélegri heilsugæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×