Körfubolti

Detroit skellti meisturunum

Nazr Mohammed skoraði 16 stig fyrir Detroit í sigrin á Miami í Portó Ríkó í nótt
Nazr Mohammed skoraði 16 stig fyrir Detroit í sigrin á Miami í Portó Ríkó í nótt NordicPhotos/GettyImages

Nokkrir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Detroit Pistons skellti Miami 84-64 í Portó Ríkó í leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland.

Nýr miðherji Detroit liðsins, Nazr Mohammed, var stigahæstur í liðinu gegn Miami og skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og Carlos Delfino skoraði 15 stig. Jason Kapono skoraði 12 stig fyrir Miami og Dorell Wright skoraði 11 stig.

Philadelphia lagði Phoenix 103-100 í Cologne í Þýskalandi, þar sem Rodney Carney tryggði Philadelphia sigurinn með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall. Philadelphia var mest 22 stigum undir í þriðja leikhlutanum. Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia og Kylee Korver skoraði 20 stig. Hjá Phoenix var Shawn Marion stigahæstur með 25 stig, Leandro Barbosa skoraði 20 stig, Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar og þá skoraði Boris Diaw 10 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Boston lagði Cleveland 109-93. Paul Pierce skoraði 17 stig fyrir Boston og Gerald Green skoraði 14 stig, en Drew Gooden skoraði 16 stig fyrir Cleveland.

Orlando lagði Charlotte 109-90. Dwight Howard skoraði 18 stig og hirti 10 fráköst hjá Orlando og Grant Hill skoraði 16 stig. Nýliðinn Adam Morrison skoraði 19 stig fyrir Charlotte og Raymond Felton 16 stig.

New Orleans skellti Dallas 84-81. David West skoraði 17 stig fyrir New Orleans og Josh Howard skoraði 16 stig fyrir Dallas, sem var án Dirk Nowitzki.

Memphis lagði Houston 75-69. Mike Miller og nýliðinn Rudy Gay skoruðu 14 stig hvor fyrir Memphis, en Tracy McGardy skoraði 17 stig fyrir Houston.

Loks vann lið LA Lakers góðan sigur á Utah í Fresno 94-79. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði 16 stig, en Lamar Odom skoraði 18 stig fyrir Lakers, sem var án Kobe Bryant sem er enn að jafna sig eftir litla aðgerð á hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×