Microsoft ætlar gegn YouTube 4. október 2006 00:01 youtube Microsoft ætlar að stækka skerf sinn í myndskráasamkeppninni á netinu. Þar gnæfir vefsetrið YouTube yfir aðra keppinauta. Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja á laggirnar þjónustu við myndskrárhluta MSN Video, sem gerir netverjum kleift að setja myndskrár af öllum toga á netið. Með þessu er fyrirtækið að demba sér í samkeppni við vefsetrið YouTube, Google og MySpace. Fyrstu prófanir á vefsetrinu, sem heitir Soapbox, hófust á þriðjudag í síðustu viku en fyrirhugað er að þjónustan verði virk eftir hálft ár. Rob Bennett, forstöðumaður MSN-vefseturs Microsoft, segir að þótt YouTube hafi náð umtalsverðu forskoti á þessu sviði sé myndskráavæðingin á netinu tiltölulega ungt fyrirbæri og megi segi að netverjar séu enn að stíga sín fyrstu spor af mörgum. Eftir nokkru er að slægjast. YouTube gnæfir yfir aðra keppinauta í baráttunni en 34 milljónir fóru á vefsetur fyrirtækisins í ágústmánuði. Þá fara 17,9 milljónir manna á vefsetur MySpace að staðaldri í hverjum mánuði en 13,5 milljónir á vef Google Video. Microsoft rekur lestina með 12 milljónir heimsókna. Að mati markaðsfræðinga dembir Microsoft sér nokkuð seint í keppnina og óvíst er hvernig þjónustunni muni reifa af. Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja á laggirnar þjónustu við myndskrárhluta MSN Video, sem gerir netverjum kleift að setja myndskrár af öllum toga á netið. Með þessu er fyrirtækið að demba sér í samkeppni við vefsetrið YouTube, Google og MySpace. Fyrstu prófanir á vefsetrinu, sem heitir Soapbox, hófust á þriðjudag í síðustu viku en fyrirhugað er að þjónustan verði virk eftir hálft ár. Rob Bennett, forstöðumaður MSN-vefseturs Microsoft, segir að þótt YouTube hafi náð umtalsverðu forskoti á þessu sviði sé myndskráavæðingin á netinu tiltölulega ungt fyrirbæri og megi segi að netverjar séu enn að stíga sín fyrstu spor af mörgum. Eftir nokkru er að slægjast. YouTube gnæfir yfir aðra keppinauta í baráttunni en 34 milljónir fóru á vefsetur fyrirtækisins í ágústmánuði. Þá fara 17,9 milljónir manna á vefsetur MySpace að staðaldri í hverjum mánuði en 13,5 milljónir á vef Google Video. Microsoft rekur lestina með 12 milljónir heimsókna. Að mati markaðsfræðinga dembir Microsoft sér nokkuð seint í keppnina og óvíst er hvernig þjónustunni muni reifa af.
Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira