Enski boltinn

Aaron Lennon á undan áætlun

Aaron Lennon fór í litla aðgerð á hné og er óðum að ná sér
Aaron Lennon fór í litla aðgerð á hné og er óðum að ná sér NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham hefur náð skjótari bata en vonir stóðu til um í upphafi og að sögn Martin Jol þjálfara gæti verið að hann yrði klár í slaginn eftir um tvær vikur. Lennon hefur verið sárt saknað í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins að undanförnu, en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki í deildinni til þessa.

Það verður nóg að gera hjá Tottenham á næstu vikum, því auk þess að spila stíft í ensku úrvalsdeildinni er liðið að taka þátt í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða í fyrsta sinn í sjö ár.

Martin Jol er einnig bjartsýnn á að franski miðjumaðurinn Steed Malbranque gæti farið að æfa á fullu á svipuðum tíma og Lennon, en Malbranque hefur ekkert geta leikið með liðinu síðan hann var keyptur frá Fulham á lokadegi félagaskiptagluggans forðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×