Trúin á spurningarmerkið 13. desember 2006 17:30 Fantafín bók sem gefur fyrri verkum hans ekkert eftir. Stjörnur: 4 Ljóðið skín í skammdeginu á Fróni og nú sendir Einar Már frá sér bók sem gefur fyrri bókum hans ekkert eftir, ljóðum jafnt sem prósa. Fantagóð semsé. Djarfur, hvass, fyndinn og ögrandi - jafnt í orði sem erindi. Síbryðjandi vísdómsjaxl með djúpa rót í kvikunni. Róttækur tímalaus riddari efans: orðið er spurn, maðurinn er fangi, tíminn er blekking, fortíðin óland, nútíminn ratvillur, eilífðin eilíf spurning, „á tali hjá guði" (23). Engin merking er fyrir víst, hvorki orðs né æðis, ekkert er auðvitað, „ef kostirnir eru tveir, vel ég þann þriðja" (13). Lífið er þversögn og því óskiljanlegt án hennar, eins konar minningargrein um mann sem aldrei fæddist, „sannleikur sem aldrei segir satt" (49). Ef listin er svar við lífinu, hver var þá spurningin spyr skáldið og leitar svars í draumi sem aðeins rætist í draumi (29), í einsemd hverfulla vona (19) þar sem jafnvel dauðinn bjargar lífi (24) og trúleysið trúnni (63). Ansi haldlaus tilvera, því ef svarið (sannleikurinn) lýgur er sérhver spurning gildra og lygin jafnvel gild. Skáldið hamrar á þessari þverstæðu lífs og listar. Síbreytilegur ljóðmælandinn skiptir um sjónarhorn, fornafn, kennileiti og kyn að vild en jafnvel í líki fjallræðufjalls boðar hann að fullvissan sé staðlaus - og slær því helst ekki botn í ljóð utan opna því vídd út í óræða óvísa spurn. Krúsó í kórónafötum? sparkar í veruleikann (68), snýr honum um? Gott betur. Skáldinu svíður hræsni samfélagsins, sér inn í svarthol neyslunnar, þar glittir í grimm örlög - dauðinn hvarvetna nálægur og svikult að sofa hann af sér. Þá ber skáldi með gegnumlýsandi augu að gefa lesanda sínum leið þótt efi um algildi fylgi: eilífð gegn hraðbraut tímans, almáttur gegn alvísum dauða, ást gegn fánýti, frelsi gegn gaddavír valdsins, lýrík gegn lygi sögunnar, ljóð gegn einsemd og feigð. Ekki slæm skipti. Þá gerir Einar Már að venju gríðarlega kröfu til sjálfs sín að finna boðorði sínu orðfæri sem er því samboðið - enda magnar ljóð ekki seið í öðrum búningi. Til þeirra verka beitir hann ekki síst óvæntum (oft gagnstæðum) líkingum og myndhvörfum sem kollvarpa vanabundinni sýn lesandans og breyta inntaki tungumálsins, hefur hausaskipti á hlutverkum orða, skekkir vísvitandi fyrri vensl orðs og veruleika, eins konar rangfeðrun Orðsins (sbr frelsarann) og beitir því síðan í óbreyttu líki með umbreyttu hlutverki gegn upphaflegri ætlun (sjá t.d. Næturljóð, Rimlar hugans, Óbyggðir hugans, Tónar úr eldhúsi minninganna, Skógarljóð, Í vasa eilífðarinnar - allt frábær ljóð). Ég stytti mér leið framhjá dauðanum er stefnumót við stórskáld sem lesandinn skynjar að hefur fráleitt sagt sitt síðasta - bókin raunar svolítið eins og síspyrjandi undrabarn sem skákar þeim eldri í helgidómi orðsins en á þögnina enn inni þótt píslin sé að baki. Sigurður Hróarsson Einar Már Guðmundsson . Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ljóðið skín í skammdeginu á Fróni og nú sendir Einar Már frá sér bók sem gefur fyrri bókum hans ekkert eftir, ljóðum jafnt sem prósa. Fantagóð semsé. Djarfur, hvass, fyndinn og ögrandi - jafnt í orði sem erindi. Síbryðjandi vísdómsjaxl með djúpa rót í kvikunni. Róttækur tímalaus riddari efans: orðið er spurn, maðurinn er fangi, tíminn er blekking, fortíðin óland, nútíminn ratvillur, eilífðin eilíf spurning, „á tali hjá guði" (23). Engin merking er fyrir víst, hvorki orðs né æðis, ekkert er auðvitað, „ef kostirnir eru tveir, vel ég þann þriðja" (13). Lífið er þversögn og því óskiljanlegt án hennar, eins konar minningargrein um mann sem aldrei fæddist, „sannleikur sem aldrei segir satt" (49). Ef listin er svar við lífinu, hver var þá spurningin spyr skáldið og leitar svars í draumi sem aðeins rætist í draumi (29), í einsemd hverfulla vona (19) þar sem jafnvel dauðinn bjargar lífi (24) og trúleysið trúnni (63). Ansi haldlaus tilvera, því ef svarið (sannleikurinn) lýgur er sérhver spurning gildra og lygin jafnvel gild. Skáldið hamrar á þessari þverstæðu lífs og listar. Síbreytilegur ljóðmælandinn skiptir um sjónarhorn, fornafn, kennileiti og kyn að vild en jafnvel í líki fjallræðufjalls boðar hann að fullvissan sé staðlaus - og slær því helst ekki botn í ljóð utan opna því vídd út í óræða óvísa spurn. Krúsó í kórónafötum? sparkar í veruleikann (68), snýr honum um? Gott betur. Skáldinu svíður hræsni samfélagsins, sér inn í svarthol neyslunnar, þar glittir í grimm örlög - dauðinn hvarvetna nálægur og svikult að sofa hann af sér. Þá ber skáldi með gegnumlýsandi augu að gefa lesanda sínum leið þótt efi um algildi fylgi: eilífð gegn hraðbraut tímans, almáttur gegn alvísum dauða, ást gegn fánýti, frelsi gegn gaddavír valdsins, lýrík gegn lygi sögunnar, ljóð gegn einsemd og feigð. Ekki slæm skipti. Þá gerir Einar Már að venju gríðarlega kröfu til sjálfs sín að finna boðorði sínu orðfæri sem er því samboðið - enda magnar ljóð ekki seið í öðrum búningi. Til þeirra verka beitir hann ekki síst óvæntum (oft gagnstæðum) líkingum og myndhvörfum sem kollvarpa vanabundinni sýn lesandans og breyta inntaki tungumálsins, hefur hausaskipti á hlutverkum orða, skekkir vísvitandi fyrri vensl orðs og veruleika, eins konar rangfeðrun Orðsins (sbr frelsarann) og beitir því síðan í óbreyttu líki með umbreyttu hlutverki gegn upphaflegri ætlun (sjá t.d. Næturljóð, Rimlar hugans, Óbyggðir hugans, Tónar úr eldhúsi minninganna, Skógarljóð, Í vasa eilífðarinnar - allt frábær ljóð). Ég stytti mér leið framhjá dauðanum er stefnumót við stórskáld sem lesandinn skynjar að hefur fráleitt sagt sitt síðasta - bókin raunar svolítið eins og síspyrjandi undrabarn sem skákar þeim eldri í helgidómi orðsins en á þögnina enn inni þótt píslin sé að baki. Sigurður Hróarsson Einar Már Guðmundsson .
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira