Guðjón býst við mótframboði frá Margréti 13. desember 2006 06:45 Formaður og varaformaður Frjálslynda flokksins. Þeir félagar ræða loks málin við Margréti Sverrisdóttur seinna í dag, eftir margra vikna erjur. Fundurinn gæti orðið marga klukkutíma langur, sagði Guðjón í gær. MYND/E.ól Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins verður haldinn klukkan 17.30 í dag. Á honum verður rædd framtíðarstaða Margrétar Sverrisdóttur, og sérstaklega hvort hún láti af stöðu sinni sem framkvæmdastjóri flokksins, en Margréti var um mánaðamót sagt upp sem framkvæmdastjóra þingflokksins. „Við fréttum lítið af fyrirætlunum Margrétar nema gegnum fjölmiðla og hún verður því innt eftir þeim,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, í gær. Þriggja manna sjálfskipuð sáttanefnd fundaði með þingflokknum á fimmtudag og síðan með Margréti daginn eftir, en Margrét hefur ekki fundað með þingflokknum í eigin persónu og þingflokknum hefur ekki borist sáttatillögur frá henni. Þau Margrét og Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins, hittust á skrifstofu flokksins í gær, en ræddu ekki málin. Þeim Magnúsi Þór og Guðjóni Arnari finnst ekki við hæfi að Margrét gegni mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, fari hún jafnframt í framboð gegn þeim, en þeir reikna báðir með því að svo verði á komandi landsþingi í janúar. „Það væri skrítin staða að hafa framkvæmdastjóra sem væri að fara að vinna gegn okkur. Framkvæmdastjórinn á að vera allra,“ sagði Magnús Þór. Að mati Guðjóns Arnars er líklegt að Margrét fari fyrst í formannsframboð, en síðan í varaformannsslaginn, gangi hið fyrra ekki eftir. Að honum vitandi er ekkert í reglum flokksins sem hindrar slíkt. Þeir Guðjón Arnar og Magnús Þór sögðust í gær ekki ætla að víkja fyrir Margréti. „Ég er ekkert á leiðinni úr flokknum. Ég tel að ég hafi unnið þessum flokki vel og mun berjast fyrir minni stöðu. Það er ekki hægt að semja um slíkt á lokuðum fundum,“ sagði Magnús Þór. Guðjón Arnar sagðist ætla að bíða átekta þangað til sáttanefndin skilaði tillögum á fundinum og miðstjórn myndi þá taka ákvörðun um hvort farið yrði fram á að Margrét Sverrisdóttir segði af sér sem framkvæmdastjóri flokksins á fundinum í dag. Þeir Magnús Þór og Guðjón Arnar sitja í miðstjórn ásamt Margréti. Hún vildi ekki tjá sig um málið í gær. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins verður haldinn klukkan 17.30 í dag. Á honum verður rædd framtíðarstaða Margrétar Sverrisdóttur, og sérstaklega hvort hún láti af stöðu sinni sem framkvæmdastjóri flokksins, en Margréti var um mánaðamót sagt upp sem framkvæmdastjóra þingflokksins. „Við fréttum lítið af fyrirætlunum Margrétar nema gegnum fjölmiðla og hún verður því innt eftir þeim,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, í gær. Þriggja manna sjálfskipuð sáttanefnd fundaði með þingflokknum á fimmtudag og síðan með Margréti daginn eftir, en Margrét hefur ekki fundað með þingflokknum í eigin persónu og þingflokknum hefur ekki borist sáttatillögur frá henni. Þau Margrét og Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins, hittust á skrifstofu flokksins í gær, en ræddu ekki málin. Þeim Magnúsi Þór og Guðjóni Arnari finnst ekki við hæfi að Margrét gegni mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, fari hún jafnframt í framboð gegn þeim, en þeir reikna báðir með því að svo verði á komandi landsþingi í janúar. „Það væri skrítin staða að hafa framkvæmdastjóra sem væri að fara að vinna gegn okkur. Framkvæmdastjórinn á að vera allra,“ sagði Magnús Þór. Að mati Guðjóns Arnars er líklegt að Margrét fari fyrst í formannsframboð, en síðan í varaformannsslaginn, gangi hið fyrra ekki eftir. Að honum vitandi er ekkert í reglum flokksins sem hindrar slíkt. Þeir Guðjón Arnar og Magnús Þór sögðust í gær ekki ætla að víkja fyrir Margréti. „Ég er ekkert á leiðinni úr flokknum. Ég tel að ég hafi unnið þessum flokki vel og mun berjast fyrir minni stöðu. Það er ekki hægt að semja um slíkt á lokuðum fundum,“ sagði Magnús Þór. Guðjón Arnar sagðist ætla að bíða átekta þangað til sáttanefndin skilaði tillögum á fundinum og miðstjórn myndi þá taka ákvörðun um hvort farið yrði fram á að Margrét Sverrisdóttir segði af sér sem framkvæmdastjóri flokksins á fundinum í dag. Þeir Magnús Þór og Guðjón Arnar sitja í miðstjórn ásamt Margréti. Hún vildi ekki tjá sig um málið í gær.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira