Barthez tekur fram hanskana á ný

Franski markvörðurinn Fabien Barthez hafði hanska sína ekki lengi á hillunni ef marka má yfirlýsingu frá lögfræðingi markvarðarins í kvöld, en hann greindi frá því að Barthez væri nú við það að undirrita 6 mánaða samning við 1. deildarlið Nantes í heimalandi sínu. Nantes er í miklum vandræðum þessa dagana og er liðið í næst neðsta sæti deildarinnar.