Erlent

Forseti Írans býður til viðræðna

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Forsetinn í Íran, Mahmoud Ahmadinejad, hefur boðið forsetum Íraks og Sýrlands til viðræðna varðandi það sívaxandi vandamál sem ofbeldið í Írak er. Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur þegar þekkst boðið og mun fara til Írans á laugardaginn kemur.

Þetta fundarboð Íransforseta virðist eiga að setja úr skorðum áætlanir Bandaríkjamanna og Breta um að bjóða Írönum og Sýrlendingum að vera með í viðræðum um framtíð Íraks en sá möguleiki var nýlega ræddur á vesturlöndum.

Þykir fundarboðið líka sýna aukinn áhrifamátt Írans á svæðinu en landið hefur þegar mikil áhrif á ástand mála í Sýrlandi og Líbanon.

Sýrlandi er gefið að sök að hafa ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir að íslamskir öfgamenn streymi til Írak á meðan talið er að Íranir styrki og þjálfi vígasveitir shía múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×