Sport

Útisigur hjá Arsenal

Newcastle lagði Portsmouth 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að knattspyrnustjórinn Graeme Souness var rekinn í vikunni. Charles N'Zogbia og Alan Shearer skoruðu mörkin en sá síðarnefndi hafði beðið langa markaþurrð eftir að skora þetta 201. mark sitt fyrir félagið sem er nú í 15. sæti deildarinnar með 29 stig.

Arsenal lagði Birmingham á útivelli, 0-2 þar sem Thierry Henry skoraði 200. mark sitt fyrir félagið og Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor gerði fyrra markið. Arsenal er nú með 40 stig í 5. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Tottenham sem hefur leikið jafnmarga leiki.

Úrslitin í dag;

Birmingham - Arsenal 0-2

Bolton - Wigan 1-1

Everton - Man City 1-0

Middlesbrough - Aston Villa 0-4

Newcastle - Portsmouth 2-0

West Brom - Blackburn 2-0

West Ham - Sunderland 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×