Fótbolti

Verðum að vera þolinmóðir í kvöld

Wenger og Ferguson eigast við í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn
Wenger og Ferguson eigast við í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segir að þolinmæði verði lykillinn að góðum úrslitum í kvöld þegar hans menn fá það erfiða verkefni að sækja þýska liðið Hamburg heim í meistaradeild Evrópu, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30.

Arsenal hefur ekki verið sannfærandi í ensku úrvalsdeildinni það sem af er og er án sigurs í þremur fyrstu leikjunum. Wenger hefur þó ekki stórar áhyggjur af sínum mönnum.

"Að mínu mati er þetta einhver sterkasti leikmannahópur sem ég hef haft undir minni stjórn, en við þurfum að sýna þolinmæði og andlegan styrk til að finna jafnvægið í vörn og sókn. Liðið er mjög sterkt, en við höfum verið að gera okkur sjálfum erfitt fyrir.

Við viljum að sjálfssögðu standa okkur vel í meistaradeildinni, en enska úrvalsdeildin er líka mikilvæg. Það væri frábært að ná góðum úrslitum í Hamburg, því það myndi stappa stálinu í leikmennina fyrir leikinn gegn Manchester United í úrvalsdeildinni á sunnudag," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×