Hinir fornu fjendur í Rómarborg Lazio og Roma eigast við í ítölsku A-deildinni í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:50. Það er jafnan heitt í kolunum þegar þessi lið mætast og til dæmis var allt á suðupunkti þegar liðin mættust síðast í deildinni.
Það sem gerir þetta hatramma einvígi enn athyglisverðara í kvöld er að Roma getur með sigri sett nýtt met í A-deildinni með 11. sigri sínum í röð í deildinni, en það hefur engu liði tekist hingað til. Roma-liðið verður þó að sætta sig við að vera án fyrirliða síns Francesco Totti sem er meiddur.