Við viljum engin ofurlaun á Íslandi 23. ágúst 2006 05:15 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn. Sjálfsagt er hér um að ræða árangurstengd laun að einhverju leyti og tekjur vegna heimildar til kaupréttar á hlutabréfum. En hvernig svo sem ofurtekjurnar eru tilkomnar eru þær gersamlega út úr korti. Það verðskuldar enginn launamaður svona háar mánaðartekjur. Ef afkoma KB banka er svona góð á að láta viðskiptavini bankans njóta þess með lækkun þjónustugjalda og útlánsvaxta.Síðan á að hækka laun almennra starfsmanna bankans. Það er ekki nóg að hækka laun bankastjóra upp úr öllu valdi. Reynt hefur verið að halda því fram, að ofurlaunin séu nauðsynleg til þess að bankarnir geti náð í mjög góða starfsmenn, sem ella myndu fara til starfa erlendis. Einnig hefur verið bent á, að ofurlaunin tíðkist í bönkum og fjármálastofnunum erlendis og þar sem íslenskir bankar starfi í erlendu fjármálaumhverfi verði þeir að fylgja erlendri launastefnu. Þetta er rangt. Ísland getur ekki fylgt erlendri ofurlaunastefnu. Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar t.d. á ofurlaunum, svo og eftirsóttir forstjórar og ritstjórar. Hvað fyndist almenningi um það ef góðir skurðlæknar hér fengju 22 milljónir á mánuði? Forstjóri banka er ekki mikilvægari starfsmaður en góður skurðlæknir. Í rauninni má með sanni segja, að starfsfólk allra starfsgreina sé mikilvægt. Starfsfólk fjármálastofnana er ekki mikilvægara eða hæfara en starfsfólk annarra greina. Sem betur fer finnst í öllum greinum hæft starfsfólk. Við eigum t.d. nú orðið afburða góða vísindamenn. En við getum ekki greitt þeim 22 milljónir á mánuði og okkur dettur ekki í hug, að árangurstengja laun þeirra. Stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt ofurlaun og hafa sagt, að stórfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Einnig hafa þeir bent á, að lífeyrissjóðirnir gætu látið mál þetta til sín taka, m.a. með því að fjárfesta ekki í fyrirtækjum, sem reka ofurlaunastefnu. Vegna ofurlauna er nauðsynlegt að taka upp hátekjuskatt, sem skattleggi myndarlega hæstu tekjur (ofurlaun). Það lýsir vel stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar í skattamálum, að skattar skuli hafa verið hækkaðir á lægstu launum en lækkaðir á hæstu launum. Eðlilegra væri að þessu væri öfugt farið. Þeir sem hafa breiðu bökin eiga að bera þyngstu skattbyrðina en það á að hlífa þeim, sem hafa lægstu launin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn. Sjálfsagt er hér um að ræða árangurstengd laun að einhverju leyti og tekjur vegna heimildar til kaupréttar á hlutabréfum. En hvernig svo sem ofurtekjurnar eru tilkomnar eru þær gersamlega út úr korti. Það verðskuldar enginn launamaður svona háar mánaðartekjur. Ef afkoma KB banka er svona góð á að láta viðskiptavini bankans njóta þess með lækkun þjónustugjalda og útlánsvaxta.Síðan á að hækka laun almennra starfsmanna bankans. Það er ekki nóg að hækka laun bankastjóra upp úr öllu valdi. Reynt hefur verið að halda því fram, að ofurlaunin séu nauðsynleg til þess að bankarnir geti náð í mjög góða starfsmenn, sem ella myndu fara til starfa erlendis. Einnig hefur verið bent á, að ofurlaunin tíðkist í bönkum og fjármálastofnunum erlendis og þar sem íslenskir bankar starfi í erlendu fjármálaumhverfi verði þeir að fylgja erlendri launastefnu. Þetta er rangt. Ísland getur ekki fylgt erlendri ofurlaunastefnu. Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar t.d. á ofurlaunum, svo og eftirsóttir forstjórar og ritstjórar. Hvað fyndist almenningi um það ef góðir skurðlæknar hér fengju 22 milljónir á mánuði? Forstjóri banka er ekki mikilvægari starfsmaður en góður skurðlæknir. Í rauninni má með sanni segja, að starfsfólk allra starfsgreina sé mikilvægt. Starfsfólk fjármálastofnana er ekki mikilvægara eða hæfara en starfsfólk annarra greina. Sem betur fer finnst í öllum greinum hæft starfsfólk. Við eigum t.d. nú orðið afburða góða vísindamenn. En við getum ekki greitt þeim 22 milljónir á mánuði og okkur dettur ekki í hug, að árangurstengja laun þeirra. Stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt ofurlaun og hafa sagt, að stórfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Einnig hafa þeir bent á, að lífeyrissjóðirnir gætu látið mál þetta til sín taka, m.a. með því að fjárfesta ekki í fyrirtækjum, sem reka ofurlaunastefnu. Vegna ofurlauna er nauðsynlegt að taka upp hátekjuskatt, sem skattleggi myndarlega hæstu tekjur (ofurlaun). Það lýsir vel stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar í skattamálum, að skattar skuli hafa verið hækkaðir á lægstu launum en lækkaðir á hæstu launum. Eðlilegra væri að þessu væri öfugt farið. Þeir sem hafa breiðu bökin eiga að bera þyngstu skattbyrðina en það á að hlífa þeim, sem hafa lægstu launin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun