Erlent

Herinn settur í viðbragðsstöðu

Hermenn voru látnir taka sér stöðu víðsvegar um landið.
Hermenn voru látnir taka sér stöðu víðsvegar um landið. MYND/AP

Lögreglumenn tóku sér stöðu við 56 gasfyrirtæki og starfsstöðvar þeirra í Bólivíu í gær, degi eftir ríkisstjórn Evos Moralesar forseta tilkynnti að gasiðnaður landsins yrði þjóðnýttur. Morales tilkynnti svo í gær að stjórnvöld myndu auka ítök sín í námurekstri, skógarhöggi og á fleiri sviðum atvinnulífsins.

Framámenn í olíuiðnaði og fjármálalífi landsins hafa hvatt til allsherjarverkfalls gegn þjóðnýtingunni á morgun. Jafnvel er búist við að ráðamenn í Santa Cruz héraði fari að tala fyrir sjálfstæði frá Bólivíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×