Erlent

Börn láta lífið

Þriðja hvert dauðsfall vegna astmakasta er hjá börnum með vægt form af sjúkdómnum, samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var á miðvikudag.

Margir gera sér ekki grein fyrir alvarleika sjúkdómsins, en hann er talinn draga 180 þúsund manns til dauða árlega og kosta samfélagið meira en berklar og HIV til samans. Læknar segja að hvern áratug fjölgi tilfellum um helming.

Astmi er krónískur lungnasjúkdómur og eru helstu einkenni hans hósti, hæsi og öndunarerfiðleikar. Læknar segja mikilvægt að foreldrar kynni sér sjúkdóminn, því börn þeirra gætu fengið hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×