Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson skoraði eina mark Fulham í tapi liðsins fyrir West Ham á Upton Park í kvöld 2-1. Ferdinand og Benayoun komu heimamönnum í 2-0 í fyrrihálfleik, en Heiðar minnkaði muninn í þeim síðari. Lengra komst Fulham þó ekki í leiknum.
