Fótbolti

Puyol ekki með vegna andláts föður

Carlos Puyol syrgir föður sinn og verður ekki með í kvöld.
Carlos Puyol syrgir föður sinn og verður ekki með í kvöld.

Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona, hefur dregið sig út úr leikmannahópi Barcelona fyrir leikinn gegn Deportivo La Coruna í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, eftir að faðir hans lést í gær.

Áður lá ljóst fyrir að Barcelona gæti ekki teflt fram Eiði Smára Guðjohnsen og Xavi í leiknum svo að Frank Rijkaard mun sakna þriggja lykilmanna í kvöld. Þá er Samuel Eto´o enn frá vegna meiðsla. Javier Saviola, Andreas Iniesta og Lilitan Thuram þykja líklegir til að taka sæti þremeninganna í byrjunarliði Spánar- og Evrópumeistaranna í kvöld.

Spænskir fjölmiðlar segja að faðir Puyol, Joseph, hafi látist í vinnuslysi. Hann var 56 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×