YouTube gegn einelti Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 19. nóvember 2007 13:05 Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna. Vaxandi áhyggjur eru af auknu einelti í tölvupóstum, sms-skilaboðum og á samfélögum á netinu eins og MySpace og Facebook. Síðan var opnuð á fyrsta degi breskrar viku gegn einelti. Hún verður rekin í samvinnu við Beatbullying góðgerðarsamtökin. Emma-Jane Cross framkvæmdastjóri Beatbullying segist vera viss um að síðan muni breyta lífi fólks. „Það er svo auðvelt að verða fyrir einelti á netinu og það er auðveldara að gera eitthvað þar en fyrir framan manneskjuna." Hún bætir við að ef einhver verði fyrir einelti verði að segja frá því til að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Patrick Walker forstjóri myndbrotasamnýtingar fyrirtækisins í Evrópu segist vera afar ánægður með að aðstoða Beatbullying YouTube síðuna. Hann vonast til að hún verði hjálp fyrir margt ungt fólk, fjölskyldur og kennara. Fjöldi þekktra aðila tekur þátt í myndbrotum á síðunni með skilaboðum gegn einelti. Ronan Keating úr Boyzone segir sem dæmi: „Ef þú myndir ekki segja það beint við einhvern, ekki setja það á netið." Stúlknasveitin Girls Aloud segir: „Þegar fólk er óvænt slegið í gríni er það kannski fyndið, þangað til það er einhver í fjölskyldunni þinni sem situr í rólegheitum á bekk sem verður fyrir því." Leikkonan Kym Ryder og Beth Ditto úr Gossip koma einnig fram á síðunni með ungu fólki úr verkefnum Beatbullying. Þau munu gefa ráð og sýna hvernig verkefni gegn einelti á vegum bresku stjórnarinnar geta yfirbugað gerandann. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða eldri nemendur þjálfaðir til að skerast í leikinn, leysa upp átök og hjálpa þannig fórnarlömbum. Tækni Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna. Vaxandi áhyggjur eru af auknu einelti í tölvupóstum, sms-skilaboðum og á samfélögum á netinu eins og MySpace og Facebook. Síðan var opnuð á fyrsta degi breskrar viku gegn einelti. Hún verður rekin í samvinnu við Beatbullying góðgerðarsamtökin. Emma-Jane Cross framkvæmdastjóri Beatbullying segist vera viss um að síðan muni breyta lífi fólks. „Það er svo auðvelt að verða fyrir einelti á netinu og það er auðveldara að gera eitthvað þar en fyrir framan manneskjuna." Hún bætir við að ef einhver verði fyrir einelti verði að segja frá því til að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Patrick Walker forstjóri myndbrotasamnýtingar fyrirtækisins í Evrópu segist vera afar ánægður með að aðstoða Beatbullying YouTube síðuna. Hann vonast til að hún verði hjálp fyrir margt ungt fólk, fjölskyldur og kennara. Fjöldi þekktra aðila tekur þátt í myndbrotum á síðunni með skilaboðum gegn einelti. Ronan Keating úr Boyzone segir sem dæmi: „Ef þú myndir ekki segja það beint við einhvern, ekki setja það á netið." Stúlknasveitin Girls Aloud segir: „Þegar fólk er óvænt slegið í gríni er það kannski fyndið, þangað til það er einhver í fjölskyldunni þinni sem situr í rólegheitum á bekk sem verður fyrir því." Leikkonan Kym Ryder og Beth Ditto úr Gossip koma einnig fram á síðunni með ungu fólki úr verkefnum Beatbullying. Þau munu gefa ráð og sýna hvernig verkefni gegn einelti á vegum bresku stjórnarinnar geta yfirbugað gerandann. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða eldri nemendur þjálfaðir til að skerast í leikinn, leysa upp átök og hjálpa þannig fórnarlömbum.
Tækni Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira