Bjartar efnahagshorfur - þenslan gengur niður Jón Sigurðsson skrifar 26. janúar 2007 00:01 Allt bendir nú til þess að þenslan í íslensku hagkerfi sé að ganga niður. Í vor og sumar lýkur mestu stórframkvæmdum Íslandssögunnar og hefur það auðvitað veruleg áhrif. Hækkanir íbúðaverðs hafa einnig verið að minnka. Þrátt fyrir þetta verður atvinnuöryggi tryggt á komandi mánuðum og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur áfram að aukast, enda þótt um hægist. Þetta tvennt, atvinna og kaupmáttur ráðstöfunartekna, eru þeir þættir sem varða almenning mestu. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2% hagvexti og 3,8% verðbólgu, sem mun nálgast verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eftir því sem líður á árið. Viðskiptahalli verður enn talsverður, en mun þó lækka úr 22,4% af landsframleiðslu í fyrra niður í 14,5% á þessu ári. Hafa ber í huga að viðskiptahallinn tengist að hluta arðbærum framkvæmdum. Framleiðsluspenna í hagkerfinu gengur niður á þessu ári og aðhald í stjórn peningamála hefur aukist. Aðhald í stjórn ríkisfjármála hefur einnig farið vaxandi. Það lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að þensla hlyti að verða um skeið í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili. Stærstu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar, á Austurlandi, hlytu að hafa slík áhrif. Vitað var líka að umbylting fjármálakerfisins yrði áraun fyrir jafnvægi, enda þótt fáir hafi getað séð fyrir þá stórkostlegu þróun og vöxt sem hlaupið hefur í íslensku viðskiptabankana og útrásarfyrirtækin á síðustu árum. Þá var því einnig lýst fyrirfram að umbreytingar á fasteignalánamarkaði yrðu þensluvaldandi, en reyndar gat enginn séð fyrir þá þenslu sem varð við innkomu viðskiptabankanna á þann markað í skyndi á síðari hluta árs 2004 og síðan. Engin ástæða er til að fjargviðrast um hagstjórnarmistök. Þetta eru mikilsverð þróunar-verkefni sem hafa veruleg áhrif á allt efnahagsumhverfið meðan á þeim stendur. Ekki eru heldur ástæður til að kenna stýrivöxtum um þensluna. Stýrivextir eru liður í viðbragði og lækningu en ekki undirrót vanda. Því síður er forsenda til að kenna íslensku krónunni um. Gengisbreytingar eru ævinlega tvíhliða eða marghliða og fleiri gjaldmiðlar hækka og lækka en hún ein. Íslenska krónan hefur staðið sig eftir öllum atvikum vel og gegnt hlutverkum sínum enda liggur það fyrir að erlendir bankar lýsa áhuga á henni og á íslensku vaxtastigi með útgáfum krónubréfa. Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Hún virðist einblína á útgjaldapólitík án þess að viðurkenna þörf á tekjuöflun og fyrir kröftugt samkeppnishæft atvinnulíf og viðskiptakerfi til að standa undir mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Allt bendir nú til þess að þenslan í íslensku hagkerfi sé að ganga niður. Í vor og sumar lýkur mestu stórframkvæmdum Íslandssögunnar og hefur það auðvitað veruleg áhrif. Hækkanir íbúðaverðs hafa einnig verið að minnka. Þrátt fyrir þetta verður atvinnuöryggi tryggt á komandi mánuðum og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur áfram að aukast, enda þótt um hægist. Þetta tvennt, atvinna og kaupmáttur ráðstöfunartekna, eru þeir þættir sem varða almenning mestu. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2% hagvexti og 3,8% verðbólgu, sem mun nálgast verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eftir því sem líður á árið. Viðskiptahalli verður enn talsverður, en mun þó lækka úr 22,4% af landsframleiðslu í fyrra niður í 14,5% á þessu ári. Hafa ber í huga að viðskiptahallinn tengist að hluta arðbærum framkvæmdum. Framleiðsluspenna í hagkerfinu gengur niður á þessu ári og aðhald í stjórn peningamála hefur aukist. Aðhald í stjórn ríkisfjármála hefur einnig farið vaxandi. Það lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að þensla hlyti að verða um skeið í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili. Stærstu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar, á Austurlandi, hlytu að hafa slík áhrif. Vitað var líka að umbylting fjármálakerfisins yrði áraun fyrir jafnvægi, enda þótt fáir hafi getað séð fyrir þá stórkostlegu þróun og vöxt sem hlaupið hefur í íslensku viðskiptabankana og útrásarfyrirtækin á síðustu árum. Þá var því einnig lýst fyrirfram að umbreytingar á fasteignalánamarkaði yrðu þensluvaldandi, en reyndar gat enginn séð fyrir þá þenslu sem varð við innkomu viðskiptabankanna á þann markað í skyndi á síðari hluta árs 2004 og síðan. Engin ástæða er til að fjargviðrast um hagstjórnarmistök. Þetta eru mikilsverð þróunar-verkefni sem hafa veruleg áhrif á allt efnahagsumhverfið meðan á þeim stendur. Ekki eru heldur ástæður til að kenna stýrivöxtum um þensluna. Stýrivextir eru liður í viðbragði og lækningu en ekki undirrót vanda. Því síður er forsenda til að kenna íslensku krónunni um. Gengisbreytingar eru ævinlega tvíhliða eða marghliða og fleiri gjaldmiðlar hækka og lækka en hún ein. Íslenska krónan hefur staðið sig eftir öllum atvikum vel og gegnt hlutverkum sínum enda liggur það fyrir að erlendir bankar lýsa áhuga á henni og á íslensku vaxtastigi með útgáfum krónubréfa. Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Hún virðist einblína á útgjaldapólitík án þess að viðurkenna þörf á tekjuöflun og fyrir kröftugt samkeppnishæft atvinnulíf og viðskiptakerfi til að standa undir mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar