Verðlagseftirlit almennings Jón Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2007 05:00 Í tengslum við lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og tolla hinn 1. mars hefur viðskiptaráðuneytið efnt til viðræðna og samninga við ýmsa aðila sem tengjast eftirliti með verðlagsþróun í landinu. Mikil ástæða er til þess að allur almenningur fylgist líka vel með á næstunni – eins og reyndar endranær. Ekkert jafnast á við virkt verðlagseftirlit neytendanna sjálfra í búðunum. Að sama skapi geta almennir fjölmiðlar haft mjög mikið að segja. Alþýðusamband Íslands heldur uppi verðlagseftirliti og samanburðareftirliti með helstu matvöruverslunum í landinu. Nú hefur viðskiptaráðuneytið gert um það samning við verðlagseftirlit ASÍ að það geri sérstakt átak í þessum efnum á komandi vikum. Neytendasamtökin halda uppi margháttaðri þjónustu við almenning, bæði upplýsingamiðlun og kvartanaþjónustu. Viðskiptaráðuneytið hefur samning við Neytendasamtökin um þessa þjónustu, og nú hefur líka verið samið við þau um sérstakt átak á næstunni. Neytendastofa hefur fjölmörgum mikilvægum hlutverkum að gegna. Meðal annars hefur hún fylgst með verðlagi í veitingahúsum og gistiþjónustu. Nýlega gerði viðskiptaráðuneytið samning við neytendastofu um verkefni á þessu sviði á komandi vikum. Hagstofa Íslands fylgist með verðlagsþróuninni mánuð fyrir mánuð og eru upplýsingar frá henni almennt viðurkenndur grundvöllur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið um skeið unnið að athugun á samkeppnisaðstæðum í íslenskri smásölu- og dagverslun. Enn má nefna embætti talsmanns neytenda sem skiptir verulegu máli fyrir neytendavernd í landinu. En enn og aftur verður það ekki nægilega ítrekað að allur almenningur hefur mikilvægasta hlutverkinu að gegna á vettvangi verðlagseftirlits og annarra hagsmuna í þessum efnum. Mjög mikilvægt er að allur almenningur fylgist rækilega með og láti í sér heyra ef útlit verður fyrir að verslunin ætli að hirða til sín hlut af þeim skattalækkunum sem nú eru á döfinni. Verslunin á náttúrlega ekki að taka neitt út úr þessum breytingum því að það eru stjórnvöld og ríkissjóður sem standa fyrir þeim og kosta þær almenningi til hagsbóta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í tengslum við lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og tolla hinn 1. mars hefur viðskiptaráðuneytið efnt til viðræðna og samninga við ýmsa aðila sem tengjast eftirliti með verðlagsþróun í landinu. Mikil ástæða er til þess að allur almenningur fylgist líka vel með á næstunni – eins og reyndar endranær. Ekkert jafnast á við virkt verðlagseftirlit neytendanna sjálfra í búðunum. Að sama skapi geta almennir fjölmiðlar haft mjög mikið að segja. Alþýðusamband Íslands heldur uppi verðlagseftirliti og samanburðareftirliti með helstu matvöruverslunum í landinu. Nú hefur viðskiptaráðuneytið gert um það samning við verðlagseftirlit ASÍ að það geri sérstakt átak í þessum efnum á komandi vikum. Neytendasamtökin halda uppi margháttaðri þjónustu við almenning, bæði upplýsingamiðlun og kvartanaþjónustu. Viðskiptaráðuneytið hefur samning við Neytendasamtökin um þessa þjónustu, og nú hefur líka verið samið við þau um sérstakt átak á næstunni. Neytendastofa hefur fjölmörgum mikilvægum hlutverkum að gegna. Meðal annars hefur hún fylgst með verðlagi í veitingahúsum og gistiþjónustu. Nýlega gerði viðskiptaráðuneytið samning við neytendastofu um verkefni á þessu sviði á komandi vikum. Hagstofa Íslands fylgist með verðlagsþróuninni mánuð fyrir mánuð og eru upplýsingar frá henni almennt viðurkenndur grundvöllur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið um skeið unnið að athugun á samkeppnisaðstæðum í íslenskri smásölu- og dagverslun. Enn má nefna embætti talsmanns neytenda sem skiptir verulegu máli fyrir neytendavernd í landinu. En enn og aftur verður það ekki nægilega ítrekað að allur almenningur hefur mikilvægasta hlutverkinu að gegna á vettvangi verðlagseftirlits og annarra hagsmuna í þessum efnum. Mjög mikilvægt er að allur almenningur fylgist rækilega með og láti í sér heyra ef útlit verður fyrir að verslunin ætli að hirða til sín hlut af þeim skattalækkunum sem nú eru á döfinni. Verslunin á náttúrlega ekki að taka neitt út úr þessum breytingum því að það eru stjórnvöld og ríkissjóður sem standa fyrir þeim og kosta þær almenningi til hagsbóta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar