Verðlagseftirlit almennings Jón Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2007 05:00 Í tengslum við lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og tolla hinn 1. mars hefur viðskiptaráðuneytið efnt til viðræðna og samninga við ýmsa aðila sem tengjast eftirliti með verðlagsþróun í landinu. Mikil ástæða er til þess að allur almenningur fylgist líka vel með á næstunni – eins og reyndar endranær. Ekkert jafnast á við virkt verðlagseftirlit neytendanna sjálfra í búðunum. Að sama skapi geta almennir fjölmiðlar haft mjög mikið að segja. Alþýðusamband Íslands heldur uppi verðlagseftirliti og samanburðareftirliti með helstu matvöruverslunum í landinu. Nú hefur viðskiptaráðuneytið gert um það samning við verðlagseftirlit ASÍ að það geri sérstakt átak í þessum efnum á komandi vikum. Neytendasamtökin halda uppi margháttaðri þjónustu við almenning, bæði upplýsingamiðlun og kvartanaþjónustu. Viðskiptaráðuneytið hefur samning við Neytendasamtökin um þessa þjónustu, og nú hefur líka verið samið við þau um sérstakt átak á næstunni. Neytendastofa hefur fjölmörgum mikilvægum hlutverkum að gegna. Meðal annars hefur hún fylgst með verðlagi í veitingahúsum og gistiþjónustu. Nýlega gerði viðskiptaráðuneytið samning við neytendastofu um verkefni á þessu sviði á komandi vikum. Hagstofa Íslands fylgist með verðlagsþróuninni mánuð fyrir mánuð og eru upplýsingar frá henni almennt viðurkenndur grundvöllur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið um skeið unnið að athugun á samkeppnisaðstæðum í íslenskri smásölu- og dagverslun. Enn má nefna embætti talsmanns neytenda sem skiptir verulegu máli fyrir neytendavernd í landinu. En enn og aftur verður það ekki nægilega ítrekað að allur almenningur hefur mikilvægasta hlutverkinu að gegna á vettvangi verðlagseftirlits og annarra hagsmuna í þessum efnum. Mjög mikilvægt er að allur almenningur fylgist rækilega með og láti í sér heyra ef útlit verður fyrir að verslunin ætli að hirða til sín hlut af þeim skattalækkunum sem nú eru á döfinni. Verslunin á náttúrlega ekki að taka neitt út úr þessum breytingum því að það eru stjórnvöld og ríkissjóður sem standa fyrir þeim og kosta þær almenningi til hagsbóta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Í tengslum við lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og tolla hinn 1. mars hefur viðskiptaráðuneytið efnt til viðræðna og samninga við ýmsa aðila sem tengjast eftirliti með verðlagsþróun í landinu. Mikil ástæða er til þess að allur almenningur fylgist líka vel með á næstunni – eins og reyndar endranær. Ekkert jafnast á við virkt verðlagseftirlit neytendanna sjálfra í búðunum. Að sama skapi geta almennir fjölmiðlar haft mjög mikið að segja. Alþýðusamband Íslands heldur uppi verðlagseftirliti og samanburðareftirliti með helstu matvöruverslunum í landinu. Nú hefur viðskiptaráðuneytið gert um það samning við verðlagseftirlit ASÍ að það geri sérstakt átak í þessum efnum á komandi vikum. Neytendasamtökin halda uppi margháttaðri þjónustu við almenning, bæði upplýsingamiðlun og kvartanaþjónustu. Viðskiptaráðuneytið hefur samning við Neytendasamtökin um þessa þjónustu, og nú hefur líka verið samið við þau um sérstakt átak á næstunni. Neytendastofa hefur fjölmörgum mikilvægum hlutverkum að gegna. Meðal annars hefur hún fylgst með verðlagi í veitingahúsum og gistiþjónustu. Nýlega gerði viðskiptaráðuneytið samning við neytendastofu um verkefni á þessu sviði á komandi vikum. Hagstofa Íslands fylgist með verðlagsþróuninni mánuð fyrir mánuð og eru upplýsingar frá henni almennt viðurkenndur grundvöllur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið um skeið unnið að athugun á samkeppnisaðstæðum í íslenskri smásölu- og dagverslun. Enn má nefna embætti talsmanns neytenda sem skiptir verulegu máli fyrir neytendavernd í landinu. En enn og aftur verður það ekki nægilega ítrekað að allur almenningur hefur mikilvægasta hlutverkinu að gegna á vettvangi verðlagseftirlits og annarra hagsmuna í þessum efnum. Mjög mikilvægt er að allur almenningur fylgist rækilega með og láti í sér heyra ef útlit verður fyrir að verslunin ætli að hirða til sín hlut af þeim skattalækkunum sem nú eru á döfinni. Verslunin á náttúrlega ekki að taka neitt út úr þessum breytingum því að það eru stjórnvöld og ríkissjóður sem standa fyrir þeim og kosta þær almenningi til hagsbóta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun