Davíð svarað 21. febrúar 2007 05:00 Á baksíðu Fréttablaðsins hinn 18. febrúar fer Davíð Þór mikinn, þar fer hann með rakalausan þvætting um Frjálslynda flokkinn: „Sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda. Þar virðast allir velkomnir sem hrekjast úr öðrum flokkum vegna óvinsælda." Hefurðu lesið málefnahandbók flokksins Davíð Þór? Ef ekki hvernig leyfir þú þér að tala svona? Það virðist vera lenska í dag að tengja allt sem einstakir menn segja, sem skoðun flokksins. Í flokknum er fólk, fólk með misjafnar skoðanir. Eða segja menn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá skoðun að ef menn fá ekki sætustu stelpuna á ballinu, þá taki þeir bara þá næstsætustu með sér heim ? Og hvað varðar Valdimar Leó, var hann ekki Samfylkingarmaður þangað til bara núna nýlega. Þannig að það sé þá líka skoðun Samfylkingarinnar sem hann boðar þarna. Varla hefur hann skipt um skoðun. En það eru lokaorðin sem ég ætla að ræða hér. Og ég ætla að gera meira, ég ætla að fara fram á að þú Davíð Þór biðjir mig og samflokksmenn mína afsökunar á þessum orðum. Þetta eru staðlausir stafir og kjaftæði. „Í huga frjálslyndra eru fíklar hins vegar ekki bara glæpamenn heldur beinlínis hryðjuverkamenn. Eina ráðið sem þeir kunna er að refsa fleirum þyngra, lengur og harðar. Væntanlega í þeirri trú að nýliðun í stétt smyglara sé engin, að fíkniefni hverfi af markaði bara ef nógu mörgum er stungið inn nógu lengi. Það hefur víða verið reynt og hvergi skilað öðru en hörmungum. Fársjúkt fólk á rétt á skilningi og aðstoð. Frjálslyndir bjóða því Litla-Hraun." Ég skal segja þér að ég hef yfir 20 ár þurft að berjast fyrir syni mínum. Og var lengi vel eina manneskjan sem trúði á hann og barðist fyrir því að hann ætti mannréttindi. Það virðist nefnilega vera svo að ógæfufólk er ekki álitið fólk sem á rétt á mannlegri reisn. Hefur ekkert með Frjálslynda flokkinn að gera. Þannig að það eru algjör öfugmæli sem þú setur fram þarna. Hræsni og lygi tróna hátt í þessum skrifum þínum. Margir þykjast vera þess umkomnir að dæma heilan flokk út frá einstaka mönnum, og jafnvel einni fyrirsögn. Ég krefst þess hér með að þú biðjir mig afsökunar á þessum ummælum þínum. Og þú ættir ef til vill að lesa aftur í Biblíunni þinni. Þar stendur ýmislegt sem þú mátt alveg tileinka þér, eins og að „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Höfundur er móðir og varamaður í miðstjórn Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á baksíðu Fréttablaðsins hinn 18. febrúar fer Davíð Þór mikinn, þar fer hann með rakalausan þvætting um Frjálslynda flokkinn: „Sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda. Þar virðast allir velkomnir sem hrekjast úr öðrum flokkum vegna óvinsælda." Hefurðu lesið málefnahandbók flokksins Davíð Þór? Ef ekki hvernig leyfir þú þér að tala svona? Það virðist vera lenska í dag að tengja allt sem einstakir menn segja, sem skoðun flokksins. Í flokknum er fólk, fólk með misjafnar skoðanir. Eða segja menn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá skoðun að ef menn fá ekki sætustu stelpuna á ballinu, þá taki þeir bara þá næstsætustu með sér heim ? Og hvað varðar Valdimar Leó, var hann ekki Samfylkingarmaður þangað til bara núna nýlega. Þannig að það sé þá líka skoðun Samfylkingarinnar sem hann boðar þarna. Varla hefur hann skipt um skoðun. En það eru lokaorðin sem ég ætla að ræða hér. Og ég ætla að gera meira, ég ætla að fara fram á að þú Davíð Þór biðjir mig og samflokksmenn mína afsökunar á þessum orðum. Þetta eru staðlausir stafir og kjaftæði. „Í huga frjálslyndra eru fíklar hins vegar ekki bara glæpamenn heldur beinlínis hryðjuverkamenn. Eina ráðið sem þeir kunna er að refsa fleirum þyngra, lengur og harðar. Væntanlega í þeirri trú að nýliðun í stétt smyglara sé engin, að fíkniefni hverfi af markaði bara ef nógu mörgum er stungið inn nógu lengi. Það hefur víða verið reynt og hvergi skilað öðru en hörmungum. Fársjúkt fólk á rétt á skilningi og aðstoð. Frjálslyndir bjóða því Litla-Hraun." Ég skal segja þér að ég hef yfir 20 ár þurft að berjast fyrir syni mínum. Og var lengi vel eina manneskjan sem trúði á hann og barðist fyrir því að hann ætti mannréttindi. Það virðist nefnilega vera svo að ógæfufólk er ekki álitið fólk sem á rétt á mannlegri reisn. Hefur ekkert með Frjálslynda flokkinn að gera. Þannig að það eru algjör öfugmæli sem þú setur fram þarna. Hræsni og lygi tróna hátt í þessum skrifum þínum. Margir þykjast vera þess umkomnir að dæma heilan flokk út frá einstaka mönnum, og jafnvel einni fyrirsögn. Ég krefst þess hér með að þú biðjir mig afsökunar á þessum ummælum þínum. Og þú ættir ef til vill að lesa aftur í Biblíunni þinni. Þar stendur ýmislegt sem þú mátt alveg tileinka þér, eins og að „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Höfundur er móðir og varamaður í miðstjórn Frjálslynda flokksins.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun