Erlent

Litla kraftaverkabarnið heim með móður sinni

Amillia Taylor hefur verið nefnd kraftaverkabarn af læknum sínum.
Amillia Taylor hefur verið nefnd kraftaverkabarn af læknum sínum. MYND/AFP

Amillia Taylor var útskrifuð í gær af sjúkrahúsi í Miami þar sem hún fæddist fyrir fjórum mánuðum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu, fimm og hálfan mánuð, og er hún talin yngsti fyrirburi í heimi sem hefur lifað af svo stuttan meðgöngutíma. BBC greindi frá þessu á fréttavef sínum.

Við fæðingu var Amillia aðeins 24,1 sentimetri að lengd og 284 grömm að þyngd en yfirleitt telja læknar engar líkur á að börn sem léttari eru en 400 grömm lifi af. Í dag vegur Amillia aðeins 1,8 kíló en Sonju móður hennar þykir hún þó taka í. „Það var erfitt að ímynda sér að hún myndi ná svona langt. En nú er hún farin að líta út eins og alvöru barn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×