Viðskipti erlent

EMI hafnaði Warner Music

Fjöldi heimsþekktra tónlistarmanna eru undir útgáfuhatti EMI. Þar á meðal eru Íslandsvinirnir í Coldplay.
Fjöldi heimsþekktra tónlistarmanna eru undir útgáfuhatti EMI. Þar á meðal eru Íslandsvinirnir í Coldplay. MYND/AP

Stjórn bresku hljómplötuútgáfunnar EMI hafnaði í gær yfirtökutilboði bandarísku risasamstæðunnar Warner Music Group. Tilboðið hljóðaði upp á 260 pens á hlut, sem þýðir að EMI er metið á 2,1 milljarð punda, jafnvirði um 275 milljarða íslenskra króna.

Á sama tíma greindi Evrópuarmur bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers, að hann hefði fest sér rúmlega 703.000 hluti í EMI og ræður bankinn yfir 4,53 prósentum í útgáfufélaginu.

EMI hefur átt við nokkurn samdrátt að stríða síðustu misserin og hefur sent frá sér neikvæðar afkomuviðvaranir í tvígang það sem af er árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×