Þjóðareign í stjórnarskrá Jón Sigurðsson skrifar 15. mars 2007 05:00 Frumvarp stjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands er útfærsla á sameiginlegri niðurstöðu beggja flokka sem náðist fyrir mörgum árum og hefur verið rædd og undirbúin um langt árabil. Nægir í því efni að vísa til álitsgerðar svonefndrar auðlindanefndar sem út kom í september árið 2000. Frumvarpið er byggt beinlínis á ákvæði stjórnarsáttmálans, en þar segir m.a.: “auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar”. Megintilgangur frumvarpsins er að staðfesta eign þjóðarinnar á auðlindunum og að staða nýtingarheimilda haldist óbreytt, þannig að nýtingarheimildir, t.d. fiskveiðiheimildir, verði ekki – hvorki nú né síðar – háðar beinum eignarrétti heldur séu og verði áfram afturkræfur afnotaréttur. Þetta kemur skýrt fram, m.a. með beinum hætti í greinargerð og skýringum. Auk þess var kveðið skýrt að orði um þetta í framsöguræðum á alþingi. Jafnframt er ljóst að löggjafarvald alþingis er ótvírætt til að ákvarða um nánari tilhögun og útfærslur vegna afnota og hagnýtingar samkvæmt sérstökum lögum sem löggjafinn kann að kjósa að setja um þau efni. Í frumvarpinu er fjallað almennt um náttúruauðlindir Íslands en ekki aðeins um auðlindir sjávar. Kveðið er á um “þjóðareign” og vísað er til réttinda samkvæmt eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Loks er kveðið á um heimildir til afnota eða hagnýtingar á auðlindunum samkvæmt lögum. Það er mjög mikilvægt að kveða á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni. Með slíkum hætti eru settar skýrar grundvallarreglur um þetta þjóðarmálefni. Þar með er fyllsta öryggi tryggt og stöðugleiki um þessi réttindi og eigur þjóðarinnar. Hugtakið “þjóðareign” er þegar fyrir hendi í lögum, t.d. lögunum um þjóðgarðinn að Þingvöllum. Og þetta hugtak felur það m.a. í sér að eignartilkalli allra annarra aðila – nú eða síðar – er hafnað og hrundið. Hugsanlegu eignartilkalli einkaaðila til þjóðareignarinnar og yfirráðatilburðum allra slíkra aðila er hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Frumvarp stjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands er útfærsla á sameiginlegri niðurstöðu beggja flokka sem náðist fyrir mörgum árum og hefur verið rædd og undirbúin um langt árabil. Nægir í því efni að vísa til álitsgerðar svonefndrar auðlindanefndar sem út kom í september árið 2000. Frumvarpið er byggt beinlínis á ákvæði stjórnarsáttmálans, en þar segir m.a.: “auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar”. Megintilgangur frumvarpsins er að staðfesta eign þjóðarinnar á auðlindunum og að staða nýtingarheimilda haldist óbreytt, þannig að nýtingarheimildir, t.d. fiskveiðiheimildir, verði ekki – hvorki nú né síðar – háðar beinum eignarrétti heldur séu og verði áfram afturkræfur afnotaréttur. Þetta kemur skýrt fram, m.a. með beinum hætti í greinargerð og skýringum. Auk þess var kveðið skýrt að orði um þetta í framsöguræðum á alþingi. Jafnframt er ljóst að löggjafarvald alþingis er ótvírætt til að ákvarða um nánari tilhögun og útfærslur vegna afnota og hagnýtingar samkvæmt sérstökum lögum sem löggjafinn kann að kjósa að setja um þau efni. Í frumvarpinu er fjallað almennt um náttúruauðlindir Íslands en ekki aðeins um auðlindir sjávar. Kveðið er á um “þjóðareign” og vísað er til réttinda samkvæmt eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Loks er kveðið á um heimildir til afnota eða hagnýtingar á auðlindunum samkvæmt lögum. Það er mjög mikilvægt að kveða á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni. Með slíkum hætti eru settar skýrar grundvallarreglur um þetta þjóðarmálefni. Þar með er fyllsta öryggi tryggt og stöðugleiki um þessi réttindi og eigur þjóðarinnar. Hugtakið “þjóðareign” er þegar fyrir hendi í lögum, t.d. lögunum um þjóðgarðinn að Þingvöllum. Og þetta hugtak felur það m.a. í sér að eignartilkalli allra annarra aðila – nú eða síðar – er hafnað og hrundið. Hugsanlegu eignartilkalli einkaaðila til þjóðareignarinnar og yfirráðatilburðum allra slíkra aðila er hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun