Dagur vatnsins 22. mars 2007 05:00 Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að vatn sé nauðsynlegt til viðhalds öllu lífi, það sé takmörkuð náttúruauðlind og að réttur einstaklinga til vatns sé samtvinnaður réttindunum til lífs og virðingar. Þessa sér því miður ekki stað þegar horft er yfir heimsbyggðina sem heild. Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu og ómenguðu vatni og ástandið fer versnandi. Mengun ferskvatns frá iðnaði, íbúðabyggð og landbúnaði er stórt og sívaxandi vandamál víða og vatnsskortur er ríkjandi á stórum svæðum. Þá færast í vöxt deilur um yfirráð yfir ferskvatni auk þess sem einkavæðing auðlindarinnar hefur víða leitt til ófarnaðar. Víða hefur skapast alvarlegt ástand vegna eyðingar skóga og jarðvegs, en jarðeyðing raskar náttúrulegu streymi ferskvatns og leiðir til flóða og skriðufalla, aukins uppblásturs og stækkunar eyðimarka. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum með vaxandi sveiflum í veðurfari gera mönnum líka óhægt um vik að bregðast við með skipulegum aðgerðum. Íslendingar hafa meiri og betri aðgang að ferskvatni en flestar aðrar þjóðir. Ef rétt er á haldið getur vatnsauðlindin orðið mikil lyftistöng fyrir komandi kynslóðir, hollustu, tómstundaiðkan og atvinnulíf. Líta ber á grunnvatn, ár og vötn og lífríki vatna sem eina órofa heild og horfa jafnframt til árósa og strandsvæða þar sem íblöndun ferskvatns hefur teljandi áhrif. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að ferskvatn eigi eins og aðrar náttúruauðlindir að vera í sameign landsmanna og við teljum eðlilegt að unnið sé að því að binda slík ákvæði í stjórnarskrá. Jafnframt þarf að setja skýr lagaákvæði um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og skilgreina með skýrum hætti réttindi og skyldur landeigenda í meðferð vatns, hvort sem um er að ræða í þjóðlendum eða landi í einkaeign. Eðlilegt væri að stjórnvöld settu fram vatnsverndarstefnu, sem mælti fyrir um vernd og sjálfbæra nýtingu ferskvatns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að vatn sé nauðsynlegt til viðhalds öllu lífi, það sé takmörkuð náttúruauðlind og að réttur einstaklinga til vatns sé samtvinnaður réttindunum til lífs og virðingar. Þessa sér því miður ekki stað þegar horft er yfir heimsbyggðina sem heild. Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu og ómenguðu vatni og ástandið fer versnandi. Mengun ferskvatns frá iðnaði, íbúðabyggð og landbúnaði er stórt og sívaxandi vandamál víða og vatnsskortur er ríkjandi á stórum svæðum. Þá færast í vöxt deilur um yfirráð yfir ferskvatni auk þess sem einkavæðing auðlindarinnar hefur víða leitt til ófarnaðar. Víða hefur skapast alvarlegt ástand vegna eyðingar skóga og jarðvegs, en jarðeyðing raskar náttúrulegu streymi ferskvatns og leiðir til flóða og skriðufalla, aukins uppblásturs og stækkunar eyðimarka. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum með vaxandi sveiflum í veðurfari gera mönnum líka óhægt um vik að bregðast við með skipulegum aðgerðum. Íslendingar hafa meiri og betri aðgang að ferskvatni en flestar aðrar þjóðir. Ef rétt er á haldið getur vatnsauðlindin orðið mikil lyftistöng fyrir komandi kynslóðir, hollustu, tómstundaiðkan og atvinnulíf. Líta ber á grunnvatn, ár og vötn og lífríki vatna sem eina órofa heild og horfa jafnframt til árósa og strandsvæða þar sem íblöndun ferskvatns hefur teljandi áhrif. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að ferskvatn eigi eins og aðrar náttúruauðlindir að vera í sameign landsmanna og við teljum eðlilegt að unnið sé að því að binda slík ákvæði í stjórnarskrá. Jafnframt þarf að setja skýr lagaákvæði um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og skilgreina með skýrum hætti réttindi og skyldur landeigenda í meðferð vatns, hvort sem um er að ræða í þjóðlendum eða landi í einkaeign. Eðlilegt væri að stjórnvöld settu fram vatnsverndarstefnu, sem mælti fyrir um vernd og sjálfbæra nýtingu ferskvatns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun