Skandinavíska fyrirmyndin Jón Sigurðsson skrifar 24. apríl 2007 05:30 Stjórnarandstæðingar tala mikið um „skandinavísku fyrirmyndina“. Víst er um það að Íslendingar telja samfélög Norðurlandaþjóðanna að flestu leyti til fyrirmyndar um velmegun, jöfnuð, menningu og almenna hagsæld. Það er aftur á móti ekki þar með sagt að Íslendingar telji skandinavísk samfélög að öllu leyti til eftirbreytni, og má nefna ýmis atriði í því sambandi. Danir og Svíar bera þyngstu skattbyrði allra þjóða. Persónulegir skattar í Danmörku geta náð upp í 59% og Svíar eru heimsmeistarar – með öfugu forteikni – með skatta sem geta náð upp í 60%. Skattar á atvinnurekstur eru líka miklu hærri í þessum löndum en á Íslandi á síðustu árum. Ríkisstjórn Íslands hefur einmitt náð glæsilegum árangri með miklum lækkunum á skattbyrðum atvinnulífsins um leið og tekjur ríkissjóðs af sköttum atvinnufyrirtækja hafa hækkað og aukist geysilega. Sama máli gegnir um fjármagnstekjuskatt í Skandinavíu, að hann er miklu hærri en á Íslandi. Á því leikur ekki vafi að ef sú stefna stjórnarandstæðinga nær fram að ganga að laga Ísland eftir þessum skandinavísku fyrirmyndum, þá mun það valda miklu uppnámi í viðskiptalífinu og hrekja bæði fyrirtæki og hátekjufólk úr landi. Þetta er sjálfsagt það sem vakir m.a. fyrir Ögmundi Jónassyni alþingismanni þegar hann sagði að það væri mikilvægara að halda „jöfnuði“ hér heldur en að halda fjármálafyrirtækjunum á Íslandi. Hann vill jafna niður á við í samfélagi með afturför og tekjuminnkun, í stað þess að halda áfram að byggja á þeim glæsilega árangri sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur náð. Stjórnarandstæðingar virðast þannig vilja stefna að þeirri öfugsnúnu „útrás“ sem að hluta hefur einkennt skandinavísku löndin. Fleiri atriði má nefna sem Íslendingar munu varla sækjast eftir úr hinni skandinavísku fyrirmynd. Má þar nefna ýmsar reglur sem vinna gegn sveigjanleika á vinnumarkaði og valda því m.a. að atvinnuleysi hefur verið landlægt þar, eða um þrisvar sinnum meira en Íslendingar hafa vanist síðan framsóknarmenn komust til valda hér á landi fyrir tólf árum. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Stjórnarandstæðingar tala mikið um „skandinavísku fyrirmyndina“. Víst er um það að Íslendingar telja samfélög Norðurlandaþjóðanna að flestu leyti til fyrirmyndar um velmegun, jöfnuð, menningu og almenna hagsæld. Það er aftur á móti ekki þar með sagt að Íslendingar telji skandinavísk samfélög að öllu leyti til eftirbreytni, og má nefna ýmis atriði í því sambandi. Danir og Svíar bera þyngstu skattbyrði allra þjóða. Persónulegir skattar í Danmörku geta náð upp í 59% og Svíar eru heimsmeistarar – með öfugu forteikni – með skatta sem geta náð upp í 60%. Skattar á atvinnurekstur eru líka miklu hærri í þessum löndum en á Íslandi á síðustu árum. Ríkisstjórn Íslands hefur einmitt náð glæsilegum árangri með miklum lækkunum á skattbyrðum atvinnulífsins um leið og tekjur ríkissjóðs af sköttum atvinnufyrirtækja hafa hækkað og aukist geysilega. Sama máli gegnir um fjármagnstekjuskatt í Skandinavíu, að hann er miklu hærri en á Íslandi. Á því leikur ekki vafi að ef sú stefna stjórnarandstæðinga nær fram að ganga að laga Ísland eftir þessum skandinavísku fyrirmyndum, þá mun það valda miklu uppnámi í viðskiptalífinu og hrekja bæði fyrirtæki og hátekjufólk úr landi. Þetta er sjálfsagt það sem vakir m.a. fyrir Ögmundi Jónassyni alþingismanni þegar hann sagði að það væri mikilvægara að halda „jöfnuði“ hér heldur en að halda fjármálafyrirtækjunum á Íslandi. Hann vill jafna niður á við í samfélagi með afturför og tekjuminnkun, í stað þess að halda áfram að byggja á þeim glæsilega árangri sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur náð. Stjórnarandstæðingar virðast þannig vilja stefna að þeirri öfugsnúnu „útrás“ sem að hluta hefur einkennt skandinavísku löndin. Fleiri atriði má nefna sem Íslendingar munu varla sækjast eftir úr hinni skandinavísku fyrirmynd. Má þar nefna ýmsar reglur sem vinna gegn sveigjanleika á vinnumarkaði og valda því m.a. að atvinnuleysi hefur verið landlægt þar, eða um þrisvar sinnum meira en Íslendingar hafa vanist síðan framsóknarmenn komust til valda hér á landi fyrir tólf árum. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun