Menning

Úrslit hönnunarkeppni ráðast í dag

Sigurvegari síðustu hönnunarkeppni Hagkaupa situr í dómnefndinni í ár.
Sigurvegari síðustu hönnunarkeppni Hagkaupa situr í dómnefndinni í ár. MYND/Hari

Úrslit í hönnunarkeppni Hagkaupa verða kynnt fyrir framan verslun Hagkaupa í Smáralind klukkan 17 í dag. Þetta er í annað skipti sem verslunin stendur fyrir slíkri keppni, en í fyrra bar hönnuðurinn Sunna Dögg Ásgeirsdóttir sigur úr býtum.

Yfir 300 tillögur bárust í keppnina í ár. Keppt var í hönnun á grafík og verður vinningsframlagið prentað á fatnað fyrir alla aldurshópa. Fatnaðurinn verður svo seldur í verslunum Hagkaupa undir vörumerki sigurvegarans. Þeir tólf hönnuðir sem komust í undanúrslit munu allir sýna tillögur sínar í Smáralindinni í dag.

Í dómefnd sitja fjórir fulltrúar Hagkaupa ásamt listamanninum Erpi Eyvindarsyni og Sunnu Dögg Ásgeirsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×