Jóhann Briem 8. mars 2007 08:15 Jóhann Briem 1907-1991 Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík. Hann fór síðan til Þýskalands 1929 en þangað sóttu margir íslendingar í listnám á þessum árum. Erlendur gjaldeyrir var eftirsóttur þar í landi og komust menn af á litlu. Jóhann var í Dresden til 1934, kvæntist þar fyrri konu sinni. Hann stundaði nám við Akademie Simonson-Castelli hjá Woldemar Winkler og síðan við Staatliche Kunstakademie hjá Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch. „Hann þróaði með sér ljóðrænan expressjónisma þar sem saman fór heitur litaskali, einföld myndbygging og voðkennd pensilsskrift í myndum sem oft sýndu dýr og fólk úti í náttúrunni,“ segfir í umsögn Listasafnsins. Þegar heim var komið tók Jóhann að kenna myndlist, fyrst við einkaskóla sem hann rak ásamt Finni Jónssyni á árunum 1934-40. Jóhann var um árabil jafnframt teiknikennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar auk Laugarnesskóla. Hann vann einnig bókaskreytingar þar sem þjóðsögur og ævintýri voru honum hugleikin viðfangsefni. Jóhann sótti sér myndefni í íslenska sveitamenningu og mannlíf; má skipta myndefni hans í afmarkaða flokka svo sem sveitalíf, dýramyndir, ævintýri og sögur, auk mynda frá fjarlægum stöðum og mynda sem sýna mannverur andspænis náttúrunni en hann samdi ferðabækur um ferðalog sín til fjarlægra staða. þegar um 1936 hafi hann náð að skapa sér heilsteyptan og persónulegan stíl með efnismiklum samræmdum litum, þar sem liturinn ræður fremur en teikningin. Litirnir verða með tímanum sterkir og form aðgreind með áherslu á flatarkennd litanna. Í sterkum mann- og dýralífsmyndum höfðar hann til upplifunar einmana verur standa andspænis náttúrunni. Jóhann kom sér upp aðstöðu á æskuheimili sínu Stóra Núpi í Árnessýslu og vinnustofu í Ásaskóla. Jóhann vék aldrei frá hlutbundinni tjáningu. Staðfesta, einlægni og alvöra einkenndu allan hans listamannsins og skópu honum nokkra s""erstöðu í ölduróti tímans. Yfirlitssýning á verkum hans var síðast haldin í Listasafni Íslands árið 1977 á sjötugsafmæli málarans. Rit honum helguð hafa komið út tvö: Er ekki vonum seinna að efnt er til stórsýningar á verkum hans en í ár eru hundrað ár frá fæðingu hans. Sýningunni nú er ætlað að varpa ljósi á það hvernig liturinn öðlast með tímanum nýja og margbreytilega merkingu í verkum málarans. Um 50 olíumáverk og 12 vatnslitamyndir eru á sýningunni. Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík. Hann fór síðan til Þýskalands 1929 en þangað sóttu margir íslendingar í listnám á þessum árum. Erlendur gjaldeyrir var eftirsóttur þar í landi og komust menn af á litlu. Jóhann var í Dresden til 1934, kvæntist þar fyrri konu sinni. Hann stundaði nám við Akademie Simonson-Castelli hjá Woldemar Winkler og síðan við Staatliche Kunstakademie hjá Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch. „Hann þróaði með sér ljóðrænan expressjónisma þar sem saman fór heitur litaskali, einföld myndbygging og voðkennd pensilsskrift í myndum sem oft sýndu dýr og fólk úti í náttúrunni,“ segfir í umsögn Listasafnsins. Þegar heim var komið tók Jóhann að kenna myndlist, fyrst við einkaskóla sem hann rak ásamt Finni Jónssyni á árunum 1934-40. Jóhann var um árabil jafnframt teiknikennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar auk Laugarnesskóla. Hann vann einnig bókaskreytingar þar sem þjóðsögur og ævintýri voru honum hugleikin viðfangsefni. Jóhann sótti sér myndefni í íslenska sveitamenningu og mannlíf; má skipta myndefni hans í afmarkaða flokka svo sem sveitalíf, dýramyndir, ævintýri og sögur, auk mynda frá fjarlægum stöðum og mynda sem sýna mannverur andspænis náttúrunni en hann samdi ferðabækur um ferðalog sín til fjarlægra staða. þegar um 1936 hafi hann náð að skapa sér heilsteyptan og persónulegan stíl með efnismiklum samræmdum litum, þar sem liturinn ræður fremur en teikningin. Litirnir verða með tímanum sterkir og form aðgreind með áherslu á flatarkennd litanna. Í sterkum mann- og dýralífsmyndum höfðar hann til upplifunar einmana verur standa andspænis náttúrunni. Jóhann kom sér upp aðstöðu á æskuheimili sínu Stóra Núpi í Árnessýslu og vinnustofu í Ásaskóla. Jóhann vék aldrei frá hlutbundinni tjáningu. Staðfesta, einlægni og alvöra einkenndu allan hans listamannsins og skópu honum nokkra s""erstöðu í ölduróti tímans. Yfirlitssýning á verkum hans var síðast haldin í Listasafni Íslands árið 1977 á sjötugsafmæli málarans. Rit honum helguð hafa komið út tvö: Er ekki vonum seinna að efnt er til stórsýningar á verkum hans en í ár eru hundrað ár frá fæðingu hans. Sýningunni nú er ætlað að varpa ljósi á það hvernig liturinn öðlast með tímanum nýja og margbreytilega merkingu í verkum málarans. Um 50 olíumáverk og 12 vatnslitamyndir eru á sýningunni.
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira