Lögreglan í Belgíu kannar nú vísbendingu um að breska stúlkan sem lýst hefur verið eftir í þrjá mánuði kunni að vera í Belgíu.
Vitni sem gaf sig fram við lögreglu fyrir viku síðan segist fullviss um að hafa séð Madeleine McCann í fylgd hollenskumælandi manns og enskumælandi konu á veitingastað í borginni Tongeren.
Tvær aðrar vísbendingar hafa borist í sumar frá fólki sem telur sig hafa séð Madeleine í Belgíu.
Madeleine hvarf 3. maí síðastliðinn af hótelherbergi í Algarve í Portúgal þar sem hún lá sofandi ásamt systkinum sínum á meðan foreldrar þeirra voru á veitingastað skammt frá. -
Erlent