Viðskipti innlent

Eik blæs í herlúðra

Frá Færeyjum
Frá Færeyjum

Eik Banki, stærsti banki Færeyja, ætlar að selja nýtt hlutafé í aðdraganda skráningar í Kauphöll Íslands og Kauphöllina í Kaupmannahöfn. Upphæðin, sem Eik hyggst safna, er á bilinu 5,1-6,6 milljarðar króna og hafa núverandi hluthafar kauprétt að öllum bréfunum. Útboðið er aö fullu sölutryggt miðað við lægri mörk þess.

Útboðsgengi bréfanna er 575 danskar krónur á hvern 100 krónu nafnverðshlut. Gengi Eik Banka, sem stóð í 678 dönskum krónum á tilboðsmarkaði í gær, hefur hækkað um 125 prósent á einu ári, þar af um þriðjung á þessu ári.

tærsti hluthafinn í Eik Banka er sjálfseignarstofnunin Sparikassagrunnurinn sem heldur utan um 63 prósent hlutafjár. SPRON, Kaupþing og aðrir íslenskir fjárfestar eru einnig á meðal hluthafa.

Eik Banki er stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON og umsvifamikill á dönskum fjármálamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×