Þrír efstir og jafnir með 7 18. júní 2007 03:30 Daði Lárusson, markmaður Íslandsmeistara FH, Baldur Sigurðsson miðjumaður Keflvíkinga og Víkingsmarkmaðurinn Bjarni Þórður Halldórsson eru efstir í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Þeir hafa allir spilað mjög vel í sumar og verið lykilmenn í sínum liðum. Fréttablaðið/valli/víkurfréttir/vilhelm Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri. Daði hefur líklega fengið markmanna minnst að gera sökum ógnarsterkrar FH-varnarinnar en það verður ekki tekið af Daða að hann hefur verið frábær. Daði hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í leikjunum sex, tvö þeirra komu í fyrstu umferðinni gegn ÍA og eitt gegn Keflavík. Fjórum sinnum hefur Daði haldið hreinu. Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum á miðjunni hjá Keflvíkingum. Suðurnesjamenn hafa spilað leiftrandi skemmtilega knattspyrnu og hefur Baldur verið sem kóngur á miðjunni hjá vel mönnuðu Keflavíkurliði. Baldur hefur skorað tvö mörk í leikjunum sex. Bjarni Þórður Halldórsson er í láni hjá Víkingum frá Fylki. Hann hefur þurft að hirða boltann úr netmöskvunum sex sinnum í sumar. Bjarni hefur tvisvar haldið marki sínu hreinu, í þrígang hefur hann fengið eitt mark á sig. Það var gegn Fylki, KR og Breiðablik en hann fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð gegn Val. Íslandsmeistarar FH eiga fjóra leikmenn á topp tíu listanum en auk Daða eru þar Matthías Guðmundsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Freyr Bjarnason. Alls eiga Íslandsmeistararnir níu leikmenn á topp 50 listanum hér til hægri. Keflavík og Breiðablik eiga alls átta leikmenn á listanum en Valur sjö. Fram á fimm leikmenn, þar á meðal þrjá neðstu mennina á listanum. Hin fimm liðin í deildinni, Fylkir, Víkingur, HK, ÍA og botnlið KR eiga öll þrjú menn á listanum yfir hæstu meðaleinkunina. Þrír leikmenn hafa skorað fjögur mörk í Landsbankadeildinni í sumar, Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson og Magnús Páll Gunnarsson. Matthías er sá eini þeirra sem er á topp tíu listanum, hann er í fjórða sæti. Tryggvi er í sæti númer 24 og Magnús númer 31. Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira
Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri. Daði hefur líklega fengið markmanna minnst að gera sökum ógnarsterkrar FH-varnarinnar en það verður ekki tekið af Daða að hann hefur verið frábær. Daði hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í leikjunum sex, tvö þeirra komu í fyrstu umferðinni gegn ÍA og eitt gegn Keflavík. Fjórum sinnum hefur Daði haldið hreinu. Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum á miðjunni hjá Keflvíkingum. Suðurnesjamenn hafa spilað leiftrandi skemmtilega knattspyrnu og hefur Baldur verið sem kóngur á miðjunni hjá vel mönnuðu Keflavíkurliði. Baldur hefur skorað tvö mörk í leikjunum sex. Bjarni Þórður Halldórsson er í láni hjá Víkingum frá Fylki. Hann hefur þurft að hirða boltann úr netmöskvunum sex sinnum í sumar. Bjarni hefur tvisvar haldið marki sínu hreinu, í þrígang hefur hann fengið eitt mark á sig. Það var gegn Fylki, KR og Breiðablik en hann fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð gegn Val. Íslandsmeistarar FH eiga fjóra leikmenn á topp tíu listanum en auk Daða eru þar Matthías Guðmundsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Freyr Bjarnason. Alls eiga Íslandsmeistararnir níu leikmenn á topp 50 listanum hér til hægri. Keflavík og Breiðablik eiga alls átta leikmenn á listanum en Valur sjö. Fram á fimm leikmenn, þar á meðal þrjá neðstu mennina á listanum. Hin fimm liðin í deildinni, Fylkir, Víkingur, HK, ÍA og botnlið KR eiga öll þrjú menn á listanum yfir hæstu meðaleinkunina. Þrír leikmenn hafa skorað fjögur mörk í Landsbankadeildinni í sumar, Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson og Magnús Páll Gunnarsson. Matthías er sá eini þeirra sem er á topp tíu listanum, hann er í fjórða sæti. Tryggvi er í sæti númer 24 og Magnús númer 31.
Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira