Innlent

Glitnir vekur skelfingu í Noregi

Óli Tynes skrifar
Bjarni Ármansson, forstjóri Glitnis.
Bjarni Ármansson, forstjóri Glitnis. MYND/Gunnar V. Andrésson

Glitnir er á stórfelldum mannaveiðum í Noregi, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Blaðið segir að verðbréfadeild Glitnis í Noregi hafi boðið nokkrum bestu starfsmönnum verðbréfafyrirtækisins DnB Nor Markets allt að 200 milljónum króna fyrir að skipta um vinnu. Framkvæmdastjóri Glitnis í Noregi staðfestir að þrír starfsmenn DnB Nor Markets muni koma yfir til þeirra.

Aftenposten segir að skelfing hafi gripið um sig hjá stjórnendum norska fyrirtækisins, þegar fréttist af mannaveiðum Glitnis. Haldinn hafi verið neyðarfundur síðastliðinn föstudag um hvernig bregðast skyldi við. Niðurstaðan hafi verið sú að bjóða nokkrum lykilstarfsmönnum 50 til 100 milljónir króna fyrir að vera áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×