Menning

Síðasta Föstudagsfiðrildið í dag

Stúlkurnar sýna ólukkulega tísku á ólukkulegum degi en í dag er síðasti séns að sjá skapandi sumarhópa að störfum.
Stúlkurnar sýna ólukkulega tísku á ólukkulegum degi en í dag er síðasti séns að sjá skapandi sumarhópa að störfum.

Síðasta Föstudagsfiðrildi sumarsins fer fram í dag. Skapandi sumarhópar hafa verið duglegir að skemmta gangandi vegfarendum miðbæjarins í sumar og hafa fengið mjög góðar undirtektir. Í dag er því um að gera að kíkja niður í bæ og athuga hvað unga fólkið hefur upp á að bjóða.

Meðal viðburða eru tónleikar Hljóðmyndaklúbbsins Slefbera klukkan tólf og eitt, Xavier og McDaniel sýna listir sínar á Lækjartorgi á milli tólf og tvö, Á ferð og flugi Götuleikhúsið myndar faðmlagaflóð á Laugaveginum og Para-Dís spilar klassíska tónlist á Kjarvalsstöðum. Nánari dagskrá er hægt að nálgast á heimasíðunni www.hitthusid.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.